Vildi bara setja inn spennandi link hérna fyrir ykkur sem eruð að fylgjast með. Þetta er viðtal við Ómar sem að birtist í dag í einu af ´lókal´dagblöðunum hérna í Sacramento. Hann er með stóra sýningu núna á laugardaginn og spennandi að vita hvað gerist.
Ómar og Ragna í Kaliforníu
Thursday, July 10, 2008
Wednesday, May 21, 2008
Vúhúuuúuú....... Skólinn búinn!!!!!!!
Thursday, May 15, 2008
Þá er það næstum búið
Er ekki alveg að ná því en önnin er barasta að verða búin. Klíníkin búin og síðasti tíminn var í gær, miðvikudag. Það eina sem er eftir er eitt próf á mánudaginn og svo heimapróf sem ég á að skila á miðvikudaginn. Hefði getað endað þannig að vera í 3 lokaprófum á mánudeginum en 2 bekkirnir eru þannig að það eru 5 próf yfir önnina en það er bara meðaltalið af 4 sem telja. Ég var svo dugleg alla önnina að ég þarf ekki að taka síðasta prófið því ég enda með 9.7 og 9.8 í bekkjunum..... vííííí´íííííí´í........
Wednesday, April 02, 2008
Spring Break
Jæja, loksins drattast ég að skrifa eitthvað á þetta blessaða blogg. Ég er ekki viss um að einhver er ennþá að kíkja inn á þetta fyrir utan kannski mömmu og Maríönnu, já og hana Silju.
Ég er búin að vera í spring break núna þessa vikuna og er búin að afkasta alveg heilmikið af því sem ég var búin að plana. Aðal planið var nú að slaka á og læsa skólabækurnar inn í skáp og ekki stíga fæti upp í skóla, og hef ég sko aldeilis staðið við það. Ég er líka búin að lesa eina bók, fara í göngutúra, gymmið og sofa. Eyddi öllum deginum í dag í að fara í gegnum fataskápinn minn og fyllti þrjá ruslapoka af fötum sem ég ætla að fara með í Good Will á morgun. Nú er ég komin með pláss fyrir helling af nýjum fötumJ Fór líka á þriðjudagsmorguninn með einum supervisornum mínum úr skólanum í heimsókn til eins lítils 2 ára stráks. Hún vinnur við það að prófa börn upp til þriggja ára aldurs og ef þau eiga rétt á þjónustu þá bendir hún á talmeinafræðinga sem að koma síðan heim til barnanna að vinna með þeim eða þá á stofur hérna í nágrenninu. Það var alveg æðislegt að fylgjast með henni. Þetta er enn annað sem að ég hef mikinn áhuga á, þ.e. ´early intervention´ eða eins og það er sagt á góðri íslensku, held ég, ´snemmtæk íhlutun´.
Það rættist líka heldur betur úr veðurspánni í vikunni. Það byrjaði að rigna á sama klukkutíma og ég formlega byrjaði í fríi og það var spáð rigningu alla vikuna. Alveg týpískt, það var búið að vera alveg æðilsegt veður allan síðasta mánuðinn, svona ekta vorveður og ég svona gat notið þess á meðan ég hljóp út bílnum inn í bygginguna mína eða á hlaupum yfir í aðra byggingu til að hita upp hádegismatinn minn. En það er búið að vera mjög fínt veður, engin rigning, bara smá skýjað og 18 stiga hiti. Á morgun og næstu 10 dagana er svo spáð sól og yfir 20 stiga hita. Planið er að planta mér bara með bók á svalirnar í nýja fína sólbekknum mínum.
Við Ómar upplifðum ekta ameríska hefð nú á sunnudaginn. Fórum í ´brúðkaups sturtu´ eða ´wedding shower´ hjá vinum okkar Teklu og Tye. Þetta var alveg eins og þið ímyndið ykkur, cheesy leikir og svona. Þetta var svona ´international´ þema því þau ætla í bakpokaferðalag um Evrópu í mánuð eftir brúðkaupið. Fánar út um allt og svo matur með Evrópsku þema. Vorum ekki alveg sátt við það sem átti að vera danskt smörrebröd þar sem það var á þykku baquette brauði með þykku lagi af smjöri og kalkúnaskinku. Við náttúrulega smjöttuðum á þessu, brostum og kinkuðum kolli þegar fólk komst að því að við höfðum búið í Danmörku og sögðum að þetta minnti mjög mikið á tíma okkar þar. Við þögðum líka þegar danska orðið fyrir franskar kartöflur var bara þvílíkt rangt stafað að við þekktum það ekki. Reyndar unnum við þann leik þar sem við áttum að para orð fyrir franskar kartöflur á mismunandi tungumálum við rétta landið.... fengum 11 af 15 rétt. Ef við hefðum ekki rústað þessu svona þvílíkt þá hefðum við kannski gert mál út af rangri stafsetningu.
Af Ómari er bara allt gott að frétta. Hann er byrjaður á nýrri vakt í vinnunni sem er frá 4 á morgnana til 1 á daginn þannig að hann er farinn í háttinn um átta leytið á kvöldin. Við sjáumst þess vegna ekki mikið í vikunni því yfirleitt kem ég úr skólanum milli 6 og 7. Hann er þó með frí allar helgar sem er þvílíkur munur. Hann fílar þetta mjög vel því þetta gefur honum tíma í stúdíóinu sínu á daginn án þess að vera með samviskubit yfir því að vera ekki með mér því ég er í skólanum. Reyndar verður hann að vinna upp í skóla næstu 6 vikurnar því hann er að leysa af fyrir vin sinn sem er í fæðingarorlofi.
Skólinn hjá mér gengur bara vel. Ansi mikð að gera á tímabilum en það eru bara 6 vikur eftir þegar spring break er búið. Gengur bara mjög vel í klíníkinni og er ég alveg viss um að þetta er eitthvað sem ég á eftir að fíla að gera. Það eru svo margar leiðir sem maður getur farið í þessu og ég hef áhuga á svo mörgu, en ég er alveg viss um hvað ég vil ekki fara út í. En maður á aldrei að segja aldrei og það er gott að fá smá reynslu þó svo að maður verði ekki að vinna á því sviði.
Jæja, nú er nóg komið af rambli í mér. Kannski ég bloggi bara fljótlega næst svo ég fái ekki svona bloggræpu aftur....
Vonandi hafið þið það sem allra, allra best.
-Ragna L.
Thursday, February 07, 2008
Ómar MacGyver
Ég er alltaf að komast að því meira og meira hve hæfileikaríkum manni ég er gift. Lenntum í því að læsa okkur út úr íbúðinni á þriðjdaginn. Já, ég veit algerir lúðar..... um leið og við lokuðum hurðinni á leiðinni út uppgötvuðum við að hvorugt okkar vorum með lykla.... ekki einu sinni bíl lykla. Og í staðinn fyrir að borga fyrir lásasmið þá klifraði Ómar upp á svalirnar og braust inn í gegnum svalahurðina með grillbursta...... og vír úr kattasandskassa. Tók 10 mínútur og við vorum meira að segja með spýtukubbinn fyrir svalahurðinni sem á að koma í veg fyrir að hægt sé að renna henni til hliðar og komast inn. Spöruðum okkur náttúrulega lásasmið en það neikvæða er að nú veit ég hversu auðvelt er að brjótast inn í íbúðina, sérstaklega þegar áhöldin eru til staðar á svölunum. Nú er grillburstinn geymdur inni ásamt öllu því sem mögulega hægt væri að brjótast inn með. Ég efast um að það sé hægt að nota útigrillið sjálft eða þá hvítu plaststólana sem ´innbrotsáhöld´. Nýju, fínu stólarnir og sólbekkirnir tveir sem ég fékk í Target fyrir 5 dollara eru enn inni í stofu og bíða bara eftir vorinu:)
Monday, February 04, 2008
Fabulous Foursome
Ég trúi því ekki að skólinn sé byrjaður. Fríið var alveg æðislegt og það var alveg frábært að fá Maríönnu og Þráinn í heimsókn. Við náðum að gera margt skemmtilegt og meira að segja að slappa af. Við Maríanna gerðum góða hluti á brettunum í brekkunum í Tahoe eftir að hafa komist “við krappan leik” upp eftir á keðjum á auðum veginum, vorum rignd niður í San Fran og vorum með nefið ofan í líkömum af dauðu fólki. www.bodiestheexhibition.com .Set kannski inn myndir við tækifæri....
Tuesday, January 01, 2008
Gleðilegt nýtt ár!!!
Nú kom að því að frúin fékk andann yfir sig til að blogga aðeins. Búin að safna krafti yfir allar hátíðarnar. Mikið borðað og sofið og.......... ekki neitt mikið meira. Ætlaði náttúrulega að skrifa svona jólakveðju blogg fyrir jól en....hmm... þannig að nú kemur það. Vonandi áttuð þið öllu frábær jól og góð áramót. Takk fyrir gömlu árin.
Það er mikið búið að gerast hjá okkur hérna síðasta árið og margt nýtt og spennandi fram undan. Ég fór til Íslands rétt fyrir páska til þess að vera við fermingu Óla bró og náði þess vegna að hitta næstum alla fjölskylduna í einu lagi. Það gerist yfirleitt aldrei að maður nái að hitta alla þegar maður fer heim því tíminn flýgur áfram í Íslands ferðum.
Í júlí heimsóttum við frænda hans Ómars og fjölskyldu í Norður Karólínu þar sem foreldrar hans, Einar og Trisha voru líka. Þar eyddum við langri helgi í góðri afslöppun á milli þess að fara gönguferðir í fjöllunum í kring.
Í ágúst komu svo mamma, pabbi og Óli og voru hjá okkur í næstum tvær vikur. Við fórum í stutta ferð í Santa Cruz þar sem ætlunin var að liggja á ströndinni en hitastigið var ekki alveg eftir pöntun þannig að það var minna um sólböð en bara meira um skoðunarferðir. Þau unnu þó upp sólbaðstíma þar sem fluttu út í sundlaug hérna úti þegar við komum tilbaka.
Í september byrjaði svo skólinn og var ég í mjög spennandi bekkjum; Assessment procedures, Central auditory processing disorders, Advanced child language disorders, Aquired neurogenic disorders og Inroduction to clinical practice. Önnin var mjög skemmtileg og sérstaklega þegar svo kom í ljós að ég hafi komist inn í masters prógrammið eftir að nefndin hafði náttúrulega tekið sér extra langan tíma til að ákveða hverjir komust inn. Þannig að loksins byrja ég svo í þessu langþráða mastersnámi núna í enda janúar.
Þessi önn var sú síðasta hjá Ómari þannig að hann útskrifaðist núna um jólin. Mestur tíminn hjá honum þessa önnina fór í að vinna að lokasýningunni hans sem var um miðjan nóvember. Hún heppnaðist alveg rosalega vel og var sérstaklega skemmtilegt að mæður okkar skutust hingað til þess að vera viðstaddar. Þær voru hérna hjá okkur í eina viku og þar sem þessi ferð var skilgreind sem MENNINGAR ferð þá drógum við þær með okkur til San Francisco að skoða MOMA þar sem Ólafur Elíason var með sýningu. Þá var líka farið í menningarferðir í ýmis moll og outlet.
Jólin hjá okkur voru mjög góð. Á aðfangadag elduðum við hangikjöt með uppstúf og alles og höfðum meira að segja malt og appelsín sem toppaði máltíðina. Ég reyndi við baunasúpuna góðu í annað sinn og verð ég að segja að hún heppnaðist bara mjög vel. Varð aðeins fyrir suður amerískum áhrifum hérna í Kaliforníu þannig að hún var í sterkari lagi:) Hún verður samt aldrei eins góð og hjá mömmu.
Skólinn hjá mér byrjar ekki fyrr en í endaðan janúar þannig að næsti mánuður verður bara mjög rólegur. Hætti í vinnunni 16. janúar svo ég geti einbeitt mér 100% að skólanum næstu annirnar. Maríanna og Þráinn koma svo 17. jan og verða í rúmlega viku. Planið er að fara eitthvað upp til Lake Tahoe að brettast og svo verður örugglega eitthvað um fleiri menningarferðir.
Vonandi hafið þið það sem allra best á nýju ári.
Ragna Laufey
ps. Ómar er með myndasíðu á www.picturetrail.com/omarthor
Hann er líka með bloggsíðu á www.omarthor.blogspot.com
Hann er svipað aktífur í að blogga eins og ég, ef ekki verri, þannig að ekki búast við miklu:)