Myndasíða Ómars
Ég vildi bara gefa ykkur upp heimasíðuna hans Ómars. Hann lætur alltaf reglulega inn nýjustu myndirnar sínar og tekur gamlar út þannig að hún ætti alltaf að vera að breytast. Það eru líka nokkrar eldri myndir eftir hann inni á minni myndasíðu. Er á planinu að hanna "almennilega heimasíðu" fyrir hann...... verður örugglega gert þegar það fer aðeins að róast í skólanum hjá honum. Var einmitt að skutlast með helling af efni niður í skóla í dag þar sem næsta verkefni hjá honum er að mála á næstum 2 m. háan striga. Komum því náttúrulega ekki í bílinn þannig að hann verður að smíða striga niðrí skóla og bara hafa myndina þar. Gætum kannski reddað bíl einhvern tímann seinna til að flytja hana aftur heim ef þess þarf. Annars fékk hann stúdíóaðstöðu í skólanum þessa önnina þannig að ég er búin að endurheimta helminginn af stofunni (eða svona næstum því). Allavegana er minna af málningardóti og engin málningar og terpentínulykt þessa dagana:).......
Kann ekki ennþá að gera svona link til hliðar eins og hinir "vönu" bloggarar, reyni að finna út úr því seinna:)
www.picturetrail.com/omarthor
1 Comments:
Ef þig vantar hjálp til að setja inn linka og þess háttar, láttu mig vita!
Og takk fyrir síðuna hans Ómars, frábærar myndir!
Post a Comment
<< Home