Jæja..........
Jæja, ég vissi nú alveg að þetta myndi gerast. Ekkert búið að blogga í heila viku. Það er nú svo sem ekkert spennandi búið að gerast. Bara búin að vera í vinnunni svona annars lagið. Einn strákurinn er búin að vera veikur og er bara búin að fara í einn dag til "nýja stráksins". Hann er alveg nýr í prógramminu og nýgreindur þannig að það var ekki alveg búið að hanna það alveg fyrir hann. Það verður samt örugglega mjög spennandi að vinna með honum því þetta er fyrsta barnið sem ég vinn með sem er næstum altalandi og hann er alveg yndislegur. Segir "please" og "thank you" við öllu saman. Sé fram á að hann muni gera rosalega vel og taka hröðum framförum. Hinn strákurinn, Jonah, er ég búin að vera að vinna með í næstum ár hjá gamla fyrirtækinu. Þau fluttu sig yfir á svipuðum tíma og ég svo ég geti haldið áfram með hann, sem er alveg æðislegt. Það er búið að endurhanna prógrammið fyrir hann og mér líst rosalega vel á. Nokkur atriði sem ég var svo ósammála með hjá hinu fyrirtækinu hefur verið breytt.... þannig að það er líka rosalega spennandi. Byrja á fullu í næstu viku. Verð bara með þessa tvo en samt fleiri tíma enn hjá ABC og betur borgað:) Þar var ég með 3 börn. Er voðalega sátt við það, þá er minni keyrsla og svo getur maður einbeitt sér meira af bara þeim. Verð alltaf fyrir hádegið hjá Blake og eftir hádegið hjá Jonah.
Af Ómari er allt gott að frétta. Hann hætti í Home Depot um síðustu helgi, þannig að hann er núna heima flest kvöld í vikunni og um helgar. Hefur verið að vinna flestar helgar síðustu 2 árin og aldrei komið heim fyrr en oftast um 9 til 11 leytið á kvöldin í vikunni. Núna hefur hann náttúrulega miklu meiri tíma til að mála og getur meira að segja stundum slappað aðeins af á kvöldin þótt hann eigi svolítið erfitt með það svona fyrst, en ég er náttúrulega alger meistari í afslöppun fyrir framan sjónvarpið þannig að ég mun þjálfa hann upp:) Tókst að láta hann horfa á fyrsta þáttinn af "America´s Next Topmodel" nú í vikunni og fannst honum það náttúrlega alger snilld. Þannig að það er nú sett í "season pass" í TiVo. Þetta TiVo er náttúrulega alveg frábært. Þetta er svona tæki fyrir sjónvarpssjúklinga eins og mig. Ég stilli bara inn uppáhaldsþættina mína, sem eru margir um þessar mundir, og það tekur allt upp fyrir mig og engar auglýsingar!!!!!
En jæja, ætli það sé ekki nóg komið af bulli í þetta sinn.
Ragna
4 Comments:
Til hamingju með nýju vinnurnar bæði tvö! Æðislegt alveg,
kveðja,
Helen
RAGNA LAUFEY ÞÓRÐARDÓTTIR
Hæ, hæ...
Til hamingju með nýju vinnuna ;)... hafið það gott yfir páskana og við fylgjumst með ykkur hérna á klakanum ;)
HÆ ER AÐ PRÓFA.....
SELJAN
Post a Comment
<< Home