Mér finnst rigningin góð.... nanananana.....!!!
Ég er búin að komast að því að ég er alveg hundleiðinlegur bloggari. Hélt kannski að ég gæti gert þetta og komið með skemmtilegar sögur og heimspekilega punkta....en...nei.... Kannski er þetta bara eitthvað sem maður þarf að venjast. Þegar ég spurði eina góðvinkonu mína, sem heldur uppi mjög interessant og skemmtilegu bloggi, ráða, þá sagði hún að mig vantaði að sitja í strætó í Danmörku til að fá"inspirasjón". Það getur nú vel verið, en nóg er nú tíminn til kreatífra hugsanna á þessum rúmlega 2 og hálfum tímum sem ég eyði í bílnum mínum til, milli og frá vinnu á degi hverjum og það án útvarps!!!!! Ég hlýt að vera svona líka rosalega skemmtileg að ég bara hef ekki tíma til að koma með hugmyndir að skemmtilegu bloggi. Ein ástæðan gæti líka verið sú að ég lifi bara ekki svo spennandi lífi að það er úr littlu sem engu að taka
.....hmmmmm....?!?
Svo maður byrjar á því sem að allir Íslendingar spyrja fyrst um þegar maður hittir eða talar við þá. Það er búið að rigna eldi og brennisteini hérna í heila viku og allir fréttatímar eru yfirfylltir af "stórfréttum" um aumingja fólkið sem að þurfti að taka upp regnhlífina og hlaupa úr bílnum inn í mollið eða skyndibitastaðina og um grein sem að brotnaði af tré í Capitol Park. Að vísu lennti ég í einu sem gæti verið alveg álíka fréttnæmt. Ég þarf að keyra í hálftíma á nokkurs konar sveitavegi á hverjum degi til að komast frá "morgun stráknum mínum" "til eftir hádegi stráksins". Finnst það venjulega alveg ágætlega gaman því það er smá tilbreyting frá hraðbrautunum og svo fer vegurinn í miklum hlykkjum fram hjá sveitabæjum með hestum og kúm, sem maður sér nú voða lítið af hérna. Í dag þegar ég var komin svona einn þriðja af leiðinni keyrði bíll á móti mér fullur af fólki sem að veifuðu alveg ósköp. Og ég, sem er orðin svo rosalega veraldarvön og eftir að hafa hlustað á marga fyrirlestra, stoppaði náttúrulega ekkert fyrir þau. horfði bara snobbuð fram á veginn. Ég nebblega lærði af mistökum mínum sem ég gerði nokkrum mánuðum eftir að ég flutti hingað þegar ég ætlaði að vera svo góð að gefa einum herramanni leiðbeiningar og gekk að bílnum og kom svo í ljós að þegar maðurinn kveikti ljósið í bílnum að hann var á mjög svo smart tiger g-streng einum fata... og já auðvitað hermannaklossum. Fannst þetta náttúrulega alveg ógeðslega fyndið fyrst en svo eftir á þá komst ég að þeirri niðurstöðu að þetta væri nú bara ekkert svo sniðugt því hann hefði léttilega bara getað togað mig inn um gluggann ef hann vildi. En nóg um það. Ég keyrði í svona 5 mín. í viðbót og sá að það var búið að flæða yfir veginn. Ég náttúrulega hata það að vera sein og tók þá ákvörðun að bara drífa þetta því ég yrði örugglega hálftíma of sein í vinnuna ef ég snéri við og færi aðra leið.... en þegar ég sá að vatnið var alveg vel yfir dekkin og fann bílinn aðeins kippast til þá óskaði ég þess nú að hafa snúið við... en bíllinn okkar er búin að ganga í gegnum margt þannig að þetta fékk ekkert á hann. En allavegana þá lærir maður af mistökunum og fer ekki þessa leið í rigningu...... og þetta hálfruglaða fólk í bílnum var bara að vara mig við....
Annars hef ég nú eiginlega ekkert á móti rigningunni núna. Því ég veit að innan fárra vikna verður maður bölvandi hitanum og vill gera hvað sem er fyrir nokkra rigningardaga.
Bless þangað til næst,
Ragna
7 Comments:
kommon
Elsku Ragna.....mér finnst bloggið þitt mjöööög áhugavert og skemmtilegt....svo keep on í blogginu. Það er ég sem er að perrast í hinu blogginu en var bara að reyna að ná sáttum við þetta helv... kommentakerfi!
páskakveðjur SBS
Flott hjá þér . Loksins kom eitthvað á þessa síðu. Haltu áfram að blogga.
Ástarkveðja
Mamma
Eins og þú sérð þá fylgjumst við öll mjög spennt með blogginu þínu :)
Oh já, eins og mér finnst rigningin óspennó þá reyni ég að hugsa til þess að maður verður að deyja úr hita áður en maður veit af...
þetta er flott hjá þér mjög gaman að lesa og þú ert mjög hæfileikaríkur bloggari (eins og ég viti hvað það er) kveðja Maggi frændi
hæ elsku rúsínu krúttið mitt!!
ji hvað ég er nú ánægð að þú skulir blogga....og skemmtilegt blogg er það nú!! haltu þessu áfram kona góð....ég MUN fylgjast með þér!!!;) slurkar og kossar!!! þín Sibba
(bæ þe vei það var æði að heimsækja lilju út til norge, hefði verið gaman ef við hefðum allar farið)
Hvenær er "til næst"? Fer það ekki alveg að koma?
Post a Comment
<< Home