Já, já, ég er hérna ennþá. Og við bæði reyndar líka.....
Ekkert neitt mikið og spennandi hefur á daga okkar drifið síðan seinast. Höfðum það bara voða gott um páskana. Reyndar hefði ég nú alveg misst af og gleymt að það væru páskar ef að páskaeggjunum hefði ekki hrunið hérna inn um dyrnar. Það er nefnilega ekkert frí gefið hérna, þannig að maður gæti auðveldlega bara gleymt páskunum. Foreldrar okkar eru svo góðir að senda okkur alltaf páskaegg. Reyndar eru þau nú búin að læra að Ómar er ekkert mikið fyrir sætindin þannig að honum er bara gefið það minnsta svo hann fái málshátt og svo ég geti bara borðað rest. Hef nokkrum sinnum "þurft" að borða 4 heil páskaegg.... því náttúrulega verður maður að borða allt íslenskt nammi og reyndar allt annað sem kemur inn fyrir þessar dyr. Reyndar læddist Ómar óvenjumikið í eggin þetta árið náttúrulega á minn kostnað en það lagaðist allt saman, því hann Elvar vinur okkar kom færandi hendi í gærkvöldi með fullan poka af lakkrís, Freyju karamellum og fleira. Þannig að nammiskúffan er nánast yfir full þessa dagana.
Ég ákvað samt að vera mjög svo gjafmild þessa páskana og gaf einum stráknum sem ég vinn með og 5 systkinum hans einn kassa af nr. eitt páskaeggjum. Bara svona svo þau gætu smakkað. Þeim fannst þetta náttúrulega mjög sérstakt en gott en voru samt mest forvitin hvað stæði á þessum litlu miðum sem voru inn í eggjunum. Ég setti mig nú í stellingar og ætlaði að reyna að þýða eitthvað af þessu en með akkúrat engum árangri. Eftir að geta þýtt eitt og eitt orð reynt að útskýra að það væri oft erfitt að sjá merkinguna meira að segja á íslensku þá sagði sá 6 ára "Are you sure you speak Icelandic? Maybe you forgot how to." Og vorkenndi mér alveg ógurlega að geta ekki lengur talað við fjölskyldu mína á Íslandi.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home