Ómar MacGyver
Ég er alltaf að komast að því meira og meira hve hæfileikaríkum manni ég er gift. Lenntum í því að læsa okkur út úr íbúðinni á þriðjdaginn. Já, ég veit algerir lúðar..... um leið og við lokuðum hurðinni á leiðinni út uppgötvuðum við að hvorugt okkar vorum með lykla.... ekki einu sinni bíl lykla. Og í staðinn fyrir að borga fyrir lásasmið þá klifraði Ómar upp á svalirnar og braust inn í gegnum svalahurðina með grillbursta...... og vír úr kattasandskassa. Tók 10 mínútur og við vorum meira að segja með spýtukubbinn fyrir svalahurðinni sem á að koma í veg fyrir að hægt sé að renna henni til hliðar og komast inn. Spöruðum okkur náttúrulega lásasmið en það neikvæða er að nú veit ég hversu auðvelt er að brjótast inn í íbúðina, sérstaklega þegar áhöldin eru til staðar á svölunum. Nú er grillburstinn geymdur inni ásamt öllu því sem mögulega hægt væri að brjótast inn með. Ég efast um að það sé hægt að nota útigrillið sjálft eða þá hvítu plaststólana sem ´innbrotsáhöld´. Nýju, fínu stólarnir og sólbekkirnir tveir sem ég fékk í Target fyrir 5 dollara eru enn inni í stofu og bíða bara eftir vorinu:)
Annars er allt bara í gúddí.... er búin með ´lesson plönin´fyrir næstu viku og er bara tilbúin í slaginn. Fer á ráðstefnu upp í skóla allan daginn á morgun og vonandi verða þetta áhugaverðir fyrirlestrar. Það verða líka alls konar fyrirtæki, skólar og spítalar með bása á staðnum til þess að reyna að ´múta´okkur nemunum með alls konar gjöfum og loforðum ef við komum til þeirra þegar við erum útskrifuð. Það verður vonandi áhugavert.
Vonandi hafið þið það gott farið vel með ykkur í snjónum á Íslandinu.
4 Comments:
Hvar voru Fabulous Foursome þegar þetta gerðist ??
Silja
Gott að vita af svona innbrotsmanni í fjölskyldunni, maður veit aldrei hvenær maður þarf á svoleiðis að halda.
Maríanna
Vissi ekki að þú værir orðin svona dugleg að blogga....datt hérna inn var að gúggla hárri kommóðu á google og datt þá inn á bloggið hennar Maríönnu og svo inn þá þitt;O)
Brjálað að gera í að skipuleggja nýja heimilið
Knús á ykkur Seljan
Líst vel á þig! Dugleg að blogga stelpan!!
Það kemur sér þó vel að vera nýkomin með ofurhetjunafn þegar uppgötvunin um auðvelda innbrotsleið í íbúðina er gerð ;)
knús, Hilma
P.s. Það vantar talmeinafræðinga á Íslandi, Ísland bíður eftir þér!!
Post a Comment
<< Home