Tuesday, May 29, 2007

Víhíiííi.... Prófin eru búin!!!!! Kláraði prófin á fimmtudaginn og veit ekkert hvað ég á af mér að gera. Höfðum langa helgi núna og ég bara hékk heima og gerði ekki neitt nema sofa, borða, lesa og horfa á sjónvarpið. Horfði á næstum heila seríu af ER sem ég hafði geymt á Tivóinu mínu eftir önnina...ohhhh... elska þetta Tívó.... hefði ekki getað lifað önnina af án þess.
Verð samt að vinna mikið í sumar og er nú þegar búið að bæta á mig þremur börnum.... en ég plana nú samt að reyna að taka mér eitthvað frí þegar mamma, pabbi og örverpið koma til mín í menningarferð í ágúst. Og kannski eitthvað í kringum 22. júlí því þá eigum við hjónin 5 ára brúðkaupsafmæli. Vása...!!!!

Aðal fréttirnar eru samt þær að ég gerðist svo stórtæk og fór í gegnum allt myndasafnið okkar og henti inn nokkrum myndum frá síðastliðna eina og hálfa ári. Ég vona að ég hafi bjargað sumrinu hjá þér eldri frænka sem alltaf ert að kvarta yfir myndaleysi.....:)

Meira seinna.....

2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Hæ hæ!
Til hamingju með próflokin. Njóttu þess að "tjilla" bara. Óli verður fúll ef ég nota þetta orð. Hann segir að það fari mér ekki. Eitthvað með aldurinn að gera. Flottar myndir hjá þér.
Taka svo bara fleiri myndir.
Ástarkveðja
Mamma

Wednesday, May 30, 2007 8:53:00 AM  
Anonymous Anonymous said...

hæ hæ,

Til hamingju að klára prófin ! Þvílíkur dugnaður hefur gripið þig...heil sería af ER og setja inn fullt af myndum !!!

Ég er komin með amerískan gsm, verð að hringja í þig við tækifæri héðan frá La Crosse.
Kveðja
Silja

Thursday, June 07, 2007 6:11:00 AM  

Post a Comment

<< Home