Wednesday, December 20, 2006

Vá, bara 4 dagar til jóla og spennan að magnast varðandi hvort að jólapakkarnir frá mér komist til Íslands fyrir jól þetta árið. Það hefur skapast hefð undanfarin ár að opna pakana frá Ameríku á milli jóla og nýárs. Það er nefnilega svo skrýtið að pósturinn er miklu, miklu hraðari frá Íslandi til mín en frá mér til Íslands. Tók til dæmis pakka frá mömmu og pabba 5 daga að komast upp að dyrum hérna en getur tekið allt upp í 3 vikur að komast til Íslands. Þannig að nú er bara málið að krossa fingur og vona það besta:)

Annars er allt bara gott að frétta af okkur, skólinn búinn hjá mér og bara einn dagur eftir hjá Ómari. Fékk að sleppa við lokaprófið í heyrnarfræðinni því ég er búin að vera svo dugleg stelpa alla önnina:) Ég segi bara sem betur fer því þetta var erfiðasti hlutinn, einhverjar taugar og svoleiðis leiðindi þannig að ég er svaka ánægð yfir að þurfa ekki að reyna að troða þessu í hausinn á mér fyrir próf, því ég veit að þetta fer allt strax út rétt eftir próf....hmmmm...!!!

Jólatréð fór upp í vikunni. Reyndar svolítið á eftir áætlun en við höfum ekki verið heima á sama tíma í langan tíma. Varð reyndar fyrir smá vonbrigðum því það tók ekki meira en hálf tíma í að skreyta.... mestur tími fór bara í að þrífa og taka til fyrir skreytingu. Komst að því að ég á bara ekki neitt jólaskraut!!!!!! Fór þá í Target og Pier One til þess að finna eitthvað fallegt en fann bara ekki neitt. En það er þó samt smá jóló hérna á Woodside.

Fórum um síðustu helgi í jólaveislu með vinnunni minni. Hún var haldin á Spirit of Sacramento sem er skip/veitingastaður sem siglir á Sacramento River og fer í gegnum Old Sac. Það var svaka stuð. Fínn matur, opin bar og dansað á eftir. Reyndar náði Ómar sér í svaka kvef eftir kvöldið því að snillingarnir sem að áttu skipið fannst þvílíkt sniðugt að taka mynd af hverju pari sem að kom inn, þannig að við biðum úti í 15 til 20 mín. í grenjandi rigningu. Og þið getið rétt svo ímyndað ykkur hvernig myndin af okkur leit út.... ummm....HRIKALEG....!!!!og ég sem tók klukkutíma í að gera hárið mitt voða fínt:(

Jólin hjá okkur verða voða íslensk í ár. Fyrir nokkrum dögum kom kassi frá foreldrum okkar með tvö stykki hangikjöt, Ora baunir og Rauðkál. Einnig eigum við svo rosalega góða fjölskyldu og vini sem að hafa sent okkur alveg fullt af íslensku nammi. TAKK TAKK!!!! Einar Karl kemur víst ekki til okkar þetta árið en við erum að spá í að bjóða vinafólki okkar í íslenskan jólamat á aðfangadag. Reyndar vantar mér hugmyndir fyrir forrétt fyrst að engin baunasúpa verður gerð úr þessum 4 baunadósum. Þannig að ef að einhver ykkar er með einhverja hugmynd, endilega látið mig vita. Annars er ég með eina snilldarhugmynd fyrir næstu jól. Hún er að enginn má koma í heimsókn hingað allt næsta ár án þess að taka með sér nokkrar Ora baunadósir. Ég ætla að byrja að safna:)

Verð líka að deila einu með ykkur. Fyrir ykkur sem ekki vita þá vinn ég með einhverfum börnum þar sem við veitum meðferð sem að kallast “applied behavior analysis” eða atferlismótun held ég að það kallast á íslensku. Þetta er náttúrulega alveg rosalega krefjandi oft en ég átti minn besta dag í vinnunni í síðustu viku síðan ég byrjaði í þessu. Ég er búin að vinna með litlum 3 ára kóreskum strák síðan í maí. Hann talar ekkert og foreldrar hans eru voða illa talandi á ensku og tala oftast kóresku við hann. Svo komum við inn og tölum náttúrulega bara ensku og svo er hann í skóla á morgnana þar sem er bara töluð enska. Það eina sem hann gat sagt var að telja upp á 20 og svo kunni hann stafrófið 100% og svo ´babblaði’ hann endalaust og söng óskiljanleg lög. En ef við sögðum honum að segja til dæmis stafinn ‘a’ þá sagði hann ekki neitt. Allt í einu í síðustu viku þá hermir hann eftir öllu sem við byðjum hann að segja td. ‘chocolatepie, Ragna, help, more, open the door’ og alveg hreint ótrúlegustu orð. Við vorum fjórar inni í herbergi hjá honum þegar hann byrjaði á þessu því það var akkúrat fundur þar sem við allar sem að vinnum með honum hittumst. Þið getið rétt svo ímyndað ykkur lætin í okkur þessa tvo tíma sem við vorum þarna.... það var grátið og hlegið og faðmast og klappað. Og það var eins og hann hefði aldrei gert annað heldur en að segja öll þessi orð. Það eru svona stundir sem að bæta allan pirringinn, gráturinn, öskrin, spörkin og bitin. Varð bara aðeins að deila þessu með ykkurJ

Jæja, þetta er orðið heldur langt. Það verður haldið kaflapróf á nýju ári.

Það verða engin jólakort í ár frekar síðustu árin þannig að ef ég gleymi að skrifa jólakortablogg fyrir jólin þá vona ég að þið eigið gleðileg jól og gott nýtt ár.

Ragna Laufey

7 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Ísland á morgun... jibbíí! Að vísu frétti ég að Ísland væri næstum að sökkva og að það spái crazy veðri á morgun. Krossum fingur svo fluginu verði ekki seinkað!
Til hamingju með litla strákinn, alltaf gaman að sjá árangur þess sem maður er að vinna að alla daga.
Ég er e-ð að reyna að læra hérna fyrir þetta helv.. próf en heilinn neitar að vinna með mér og segist vera komin í jólafrí. æææi þá verð ég bara að gera e-ð annað skemmtilegra, t.d. að hlusta á jólalög og pakka inn pökkum ;)
Heyrumst á Þorláksmessu
Maríanna

Thursday, December 21, 2006 1:36:00 AM  
Anonymous Anonymous said...

Til hamingju með kóreyska strákinn! gaman að fá svona breakthrough!

Gleðileg jól!

knús úr suðri,

Helen

Friday, December 22, 2006 3:25:00 PM  
Anonymous Anonymous said...

Ég trúi því ekki að þú hafir ekkert fundið af jólaskrauti í Target eða Pier One. Uppáhaldsbúðirnar mínar!!!!

Já applied behavior analysis.... láttu mig þekkja það aðeins. er að fá MS gráðu í því næsta vor. Hugsa sér. Eitthvað sem´eg ætlaði aldrei að læra en er núna tiltölulega sátt við. Jú "hagnýt atferlisgreining". Frábær árangur... svo gamana þegar maður SÉR árangurinn!!!! Gerist stundum svo hægt. En ABA virkar líka mjög vel í uppeldinu, klósettþjálfun, svefntíma o.fl. Bla, bla... hætti nú að rölfa.

Gleðileg jól Ragna mín og farsælt nýtt ár.

Flórídakveðjur,
Ólafía

Saturday, December 23, 2006 4:50:00 AM  
Anonymous Anonymous said...

Fattaði eftir 17.des þegar ég kláraði prófin að ég þyrfti nú að senda öllum þakkarkort/jólakort, smá panik en Hans Petersen reddaði þessu en það tík 3 daga að fá kortin. Þannig að jólakortið kemur sem áramótakort eða jafnvel janúarkort, en hvað er nú betra en að fá kort í janúar sem að mínum mati er leiðinlegasti mánuðurinn he he. En allavegana nú er klukkan orðin 00.00 hér á íslandi og ég vil bara segja við ykkur Gleðileg Jól og farsælt komandi ár

knús Ragnhildur Halli og stelpurnar

Saturday, December 23, 2006 4:17:00 PM  
Anonymous Anonymous said...

Fattaði eftir 17.des þegar ég kláraði prófin að ég þyrfti nú að senda öllum þakkarkort/jólakort, smá panik en Hans Petersen reddaði þessu en það tík 3 daga að fá kortin. Þannig að jólakortið kemur sem áramótakort eða jafnvel janúarkort, en hvað er nú betra en að fá kort í janúar sem að mínum mati er leiðinlegasti mánuðurinn he he. En allavegana nú er klukkan orðin 00.00 hér á íslandi og ég vil bara segja við ykkur Gleðileg Jól og farsælt komandi ár

knús Ragnhildur Halli og stelpurnar

Saturday, December 23, 2006 4:17:00 PM  
Anonymous Anonymous said...

Gleðileg jól Ragna Laufey og Ómar :)
Var að rifja það upp á aðangadagskvöld þegar ég fór alltaf yfir til ykkar. Ég var löngu búin að borða og opna pakkana en hjá ykkur mátti ekki byrja að opna fyrr en kl. 20.00. Mamma og pabbi voru þá bara tvö í kotinu.....
Bestu kveðjur frá Hafnarfirði
Thelma og co.

Tuesday, December 26, 2006 5:03:00 AM  
Anonymous Anonymous said...

Gleðileg jól elskurnar mínar!
Ykkar var sárt saknað í jólaboðinu í gær eins og í skötuboðinu og á aðfangadagskvöld. Mikið hlakkar okkur til að fá ykkur alkomin heim eftir svo sem 3 ár eða svo.
Ástarkveðja
Mamma

Tuesday, December 26, 2006 7:35:00 AM  

Post a Comment

<< Home