Hot, hot, hot…..!!!
Ég er gjörsamlega búin að vera að kafna úr hita í allan dag. Síðustu daga er búið að vera á milli 42 til 46 stiga hiti….. ógeðslegt!!!! Hélt mig að mestu leyti innan dyra um helgina en varð víst að fara í vinnuna í dag. Fór í göngutúr með einum af gaurunum mínum klukkan hálf níu í morgun og kom svoleiðis rennsveitt tilbaka eftir korter:(. Þá vill ég heldur rigningu og rok á Íslandi, maður er þá allavegana vakandi á meðan. Núna vill maður helst bara hanga inni og ef maður þarf að vera úti þá er maður svo dasaður og ógeðslega sveittur.... ohhh lífið er svo erfitt!!!!!
3 Comments:
Hvar er Pollýanna?
Pollýanna fór aðeins í frí í nokkra daga. Kemur væntanlega aftur á næstunni:)
Íslendingar bíða enn bjartsýnir eftir sumarinu, ég trúi ekki á sumarið lengur, þetta er bara bóla.
Ný lokaorð við lagið "í Hlíðarendakoti" gengur um netið þessa dagana. Þau eru svohljóðandi:
Þegar saman safnast var
sumarkvöldin FJÖGUR...
Post a Comment
<< Home