Monday, April 25, 2005

Ísland í útlöndum

Já, já, já.... nú er bara komið "næst". Er alveg voðalega léleg í þessu. Ákvað samt að birta eitt gamalt blogg síðan rétt eftir páska sem ég ætlaði alltaf að klára en gerði víst aldrei..... bara svona svo ég geti sagst hafa 'postað' tvisvar á einum degi.

Verð bara að segja frá því að ég var rétt í þessu að klára að horfa á Oprah þar sem það var góður biti sýndur frá Íslandi og Svanhildur Hólm sat barasta í gula sófanum. Var reyndar í vinnunni þegar einn bróðirinn kom hlaupandi inn í herbergi og sagði að það væri kona í sjónvarpinu sem að talaði alveg eins og ég og Sportacus (Maggi Schewing í Lazytown). Þá kom nú TiVoið mitt sem ég fékk í jólagjöf að góðum notum því að ég var búin að stilla það þannig að það tekur upp alla Opruh þætti þannig að ég gat komið heim og horft á það í rólegheitum. Já, já, ég er alveg eins og amerísk "soccermom" sem að tekur upp Oprah. Í rauninni er það bara því það koma nú stundum voða athygglisverðir þættir............
..... en allavegana.... þá var náttúrulega voðalega gaman að sjá þetta. Það var verið að heimsækja og tala um allavegana 5 mismunandi lönd og náttúrulega fékk Ísland mesta tímann...víiiihíiii. Það var talað um hvað íslenskar konur væru fallegar og hávaxnar og ljóshærðar (já, já, hvaðan er ég þá... hmmmmm...!!!) Auðvitað var komið að því hvað við drekkum mikið, stundum mikið kynlíf og að það væri bara normið að sofa hjá á fyrsta deiti..... ekki beint pósitíf ímynd það!!!! Einnig þurfti Svanhildur að reyna að troða í Opruh brennivíni, hákarli og súrsuðum hrútspungum, sem að hljómar einhvern veginn miklu verr á ensku "rotten shark and sour lamb testicles", kannski bara af því að maður er vanur þessu á íslensku. Það var nú margt gott og jákvætt sem að kom líka fram. Til dæmis hvað íslenskar konur eru í rauninni sjálfstæðar.... það þykir engin skömm að vera einstæð móðir til dæmis og að deit reglur eru í rauninni ekki til. Konan þarf sko engan karlmann sér við hlið til þess að byggja sér status í lífinu.... heyr...heyr....!!!!
Nú kannski vita amerískar 'soccermoms´ aðeins meira um Ísland. Þið getið ekki ímyndað ykkur hve oft við höfum fengið þessa setningu í hausinn eftir að hafa sagt að við værum frá Íslandi
" Ahhhh... from Iceland, really!!! That's cool! hihihihih..... I know one thing about Iceland. Iceland is green and Greenland is ice". Það eina sem maður getur gert og sagt er bara að brosa og kinka kolli.

Verð líka að koma með svolítið sem ég las í einni af skólabókunum hjá einum bræðra hans Jonah. Þeim er öllum kennt heima og fara ekki í skóla þannig að á meðan ég er að vinna með Jonah þá eru hinir krakkarnir að læra. Athygglisvert en satt er að í landafræði bókinni hans voru heilar 4 bls. bara um Ísland. Þar stóð meðal annars að helstu áhugamál Íslendinga væru að spila skák, spil, hestreiðar og að keppa í öllu sem að prófar styrk okkar............ váááá hvað við hljótum nú að vera leiðinleg. Einnig stóð: "Iceland is a modern society. They do have TV´s, telephones and computers". Fannst þetta bara dálítið fyndið.

Málið er að maður fyllist alveg rosalegu þjóðarstollti þegar maður sér eitthvað um eða frá Íslandi hérna.... örugglega meira heldur en fólk sem býr á Íslandi. Þegar maður er búin að búa svona lengi í útlöndum þá lærir maður einhvern veginn að meta smá hlutina á Íslandi miklu, miklu betur. Til dæmis að það er ekkert sjálfsagt að fólk búi í svona mikilli nálægð við sína fjölskyldu eins og fólk gerir á Íslandi... það að geta bara skroppið í heimsókn til mömmu og pabba eða annarra er oft bara ekki til í dæminu nema að taka heilan dag eða jafnvel heila helgi í það. Það að geta keypt í matinn, farið til læknis, í bankann ,sótt um nýtt ökuskirteini, myndi taka heilan dag hér en 2 tíma heima eins og það tók mig um jólin. Er reyndar enn í svolittlu sjokki eftir það því ég var búin að gefa mér allavegana svona 4 tíma í þetta allt saman og samt búin að gera ráð fyrir að ég væri á Íslandi og að allt tæki minni tíma.

Jæja, jæja.... nóg komið að bulli í þetta sinn. Óska ykkur bara gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári ef svo myndi fara að ég skrifaði ekkert fyrr en þá.

Þangað til næst.........

5 Comments:

Blogger Hjördís said...

Takk fyrir updatið!

Ég er svo sammála þér með: Iceland is green and Greenland is ice, kommentið endalausa. Fauk nú í flest skjól þegar ég var að horfa á in-flight movie á leið til Barcelona, einhver amerísk mynd, og þetta var einmitt síðasta setningin í myndinni á meðan það var fadað út...

í Svíþjóð hef ég 4 sinnum fengið á mig sömu setninguna þegar það heyrir hvaðan ég er, allt frá svíum: "Túngur knífur..." Er víst úr myndinni Hrafninn flýgur sem öll skólabörn eru látin horfa á. Og strákum finnst víst voða sport að leika þetta atriði úr myndinni eftir (fékk alla senuna frá drukknum sænskum strák í Barcelona!! Voða spes).

En þjóðarstoltið já, finn minna fyrir því hér en í USA, þá jaðraði það þjóðarrembing...

Wednesday, April 27, 2005 7:01:00 PM  
Anonymous Anonymous said...

Stendur þig bara veli í blogginu. Gaman að lesa þetta. Áfram með smjörið.

Ástarkveðja
Mamma

Thursday, April 28, 2005 4:02:00 AM  
Anonymous Anonymous said...

Hæ hæ! Gaman að fylgjast með ykkur. Er einu sinni áður búin að gera tilraun til að kommenta en það fór ekki í gegn þá, vonandi virkar þetta núna.
Kv. Hilma

Sunday, May 01, 2005 1:33:00 PM  
Anonymous Anonymous said...

hehe heldurðu að þú skrifir nú ekki smá fyrir jólin Ragna mín!!!
er alltaf glöð að heyra af afrekum þínum, fannst Svanhildur standa sig þokkalega miðað við alt og allt!!!
kveðjur Seljan

Tuesday, May 03, 2005 7:59:00 AM  
Anonymous Anonymous said...

" Ahhhh... from Iceland, really!!! That's cool! hihihihih..... I know one thing about Iceland. Iceland is green and Greenland is ice".

vá, hvað ég er sammála þér með þessar setningar, það er sko kominn tími til þess að kenna þessum könum eitthvað aðeins meira um Ísland en akkúrat þetta, vonum að Svanhildi hafi tekist það, hehe!!! En það besta við þetta er að þeir láta alltaf eins og þeir viti alveg hvar Ísland er en ef maður spyr, "veistu hvar Ísland er" þá fara þeir alveg í flækju og vita ekkert hverju þeir eiga að svara, hehe... gaman að þessu :)...

en hafið það rosa gott og það er gaman að fylgjast með ykkur.

Kveðja úr Garðabæ, Berglind Ósk

Sunday, May 08, 2005 1:18:00 PM  

Post a Comment

<< Home