J
Allt bara í gúddý hérna í rigningunni í Kaliforníu. Mætti segja að ég sé komin með nett nóg af þessarri rigningu. Kemur alltaf annars lagið sól og blíða í svona 2 daga en alltaf kemur rigningin aftur:(
Annars er aðal krísan á þessum bæ sú (reyndar bara hjá mér.....) að það lítur allt út fyrir að maður missi af júróvísíón. Ég hef nú alltaf verið svolítið spennt fyrir þessarri keppni og náði hún náttúrulega algeru hámarki þegar keppnin var í Köben og við gátum nælt okkur í miða á generalprufuna:) Ég er bara einhvern veginn svo viss um að Íslandi eigi eftir að ganga vel í ár. Segir maður þetta nú ekki samt á hverju ári......??? En einhvernveginn núna er ég svo viss..... hmmmm.... þannig að ef einhver af ykkur veit til þess að það sé sýnt frá keppninni í gegnum netið þá endilega látið mig vita. Þó svo ég efist nú um að einhver viti það svona fyrir tilviljun. En það er allavegana gott að prófa. Það gæti leynst einhver laumu júróvisíón aðdáandi í einhverju ykkar...........
4 Comments:
Ekki fór nú þessi undankeppni vel, margir sem hætta núna bara við að hafa júróvísjón partý á laugardaginn... alveg hreint hræðileg lög sem komust áfram! Þetta er ekki lengur keppni um besta lagið og showið, heldur hvaða land á stæstu vinina. Nú ætla ég að gerast talsmaður Íslendinga gegn þessari keppni!!! Ein bitur
Maríanna
Já það versta í sambandi við þetta er að það er enginn stemmari fyrir Júróvisjón partýum lengur! Ég sem ætlaði að kenna þessum sem eru ekki frá Evrópu drykkjuleiki og svona...
Tja, nema maður fari bara að halda með Noregi! Heja Norge!
Maður getur svo sem alltaf líka haldið smá með Svíþjóð, honum Martini okkar. Fínt lag, syngur vel, hræðilegur texti...
Veit því miður ekki um útsendingu í gegnum netið samt :(
Hæ, ég veit ekki hvort það var búið að segja þér frá því að það eru komnar myndir af Blikahólum á síðuna hjá mömmu og pabba.
Maríanna
Er ekki komið betra veður núna? Hér rigndi líka alveg ótrúlega mikið og ótrúlega lengi í ár. Í fyrra voru síðustu rigningarnar í mars en núna rigndi bara í seinnihluta maí.. vangefið alveg.
bestu kveðjur frá So. Cal.
Helen
Post a Comment
<< Home