Friday, May 06, 2005

Er búin að vera að fylgjast svolítið með þessarri blessuðu umræðu um ímynd íslenskra kvenna í útlöndum eftir Oprah þáttinn. Ætla nú ekkert að vera eitthvað að babbla neitt mikið um það en mér fannst þetta bara mest fyndið og gerði mér nú alveg grein fyrir því að þetta væri nú mjög mikið klippt til. Því auðvitað verða Bandaríkjamenn eitthvað að getað hneykslast á öðrum þjóðum og upphafið sjálfa sig því auðvitað eru bandarískar konur bara svo heppnar að búa í bandaríkjunum eins og Oprah sjálf komst að orði:) Ekki má það nú koma í ljós að það væri nú kannski "betra" að búa einhvers staðar annars staðar og að aðrar þjóðir hefðu það í rauninni bara miklu betra en hið stórkostulega fyrirbæri sem USA er!!!!!

Bara svo við tölum meira um sjónvarp (nú vitið þið alveg hvert minn frítími fer)... þá horfði ég á Joey í gærkvöldi og var þá ekki líka talað um íslenskar konur þar. Joey nebblega hafði sofið hjá konu frá hverju einasta landi í heimi... nema Íslandi. Hafði svo séns á að leika sér með Carmen Elektra og einni íslenskri, sem reyndar hét Elsaaa og hafði grunsamlega blöndu af sænskum og rússneskum hreim.... svo mun bara koma í ljós hvort að hann lét til standa eður ei..... vona að þið deyjið nú ekki úr spenningi......

Nóg um sjónvarp. Allt bara gott að frétta af okkur.... allt bara eins og áður. Sumarið ekki enn komið í full swing og við erum bara fegin. Erum samt búin að lofa brjáluðum hita í ágúst því þá ætla mamma, pabbi og Óli að skella sér "menningarferð" hingað.... aðallega til þess að komast í sundlaug og sólbað held ég.... Við erum nú svolítið fegin að planið er ekki meira en það því eins og sumir vita þá eigum við mjög erfitt með að hleypa gestum okkar mikið út fyrir hliðið á komplexinu. Gæti kannski verið að maður hleypi þeim einhvern smá radíus hérna í kring fyrst þau eru ''vön''!!!

Að lokum viljum við bara benda ykkur á að við vitum af góðu fólki sem er að leita að öðru eins góðu fólki til að leigja mjög svo fína íbúð í Blikahólunum í óákveðin tíma. Þannig að ef þið þekkjið "gott fólk'' endilega látið okkur vita. Er laus 1. júní:)

Nú segi ég bara góða helgi og hafið það gott.

Ragna L.

4 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Hæ elskan!
Til hamingju með daginn í dag (hjá okkur er kominn 7. maí). Vertu dugleg á blogginu.

Ástarkveðja
Mamma

Saturday, May 07, 2005 4:29:00 AM  
Anonymous Anonymous said...

Hæ hæ
Innilegar hamingjuóskir með 26 ára afmælið :) Man ennþá þegar þú fékkst rauða hjólið í 6 ( eða var það 7) ára afmælisgjöf. Njóttu dagsins.
Mbk. Thelma

Saturday, May 07, 2005 12:31:00 PM  
Anonymous Anonymous said...

Hæ og til hamingju með daginn!
Er ekki örugglega ennþá 7undi hjá ykkur:o)
kveðja Seljan

Sunday, May 08, 2005 7:32:00 AM  
Anonymous Anonymous said...

Hæ, hæ!
Til hamingju með daginn... í gær :), ég vona að þú hafir átt góðan dag.

Kveðja, Berglind Ósk

Sunday, May 08, 2005 1:07:00 PM  

Post a Comment

<< Home