Wednesday, July 19, 2006

bloggedí blogg...

.... og svo ári seinna..... Ég fékk svo mikið af skömmum þegar ég var á Íslandi núna í byrjun júlí þannig að ég þori ekki annað en að “updata” bloggið mitt. Ætla bara að gera mjög svo stóran úrdrátt af helstu atriðum síðasta árs. Ekki mjög spennandi en ég ætla nú að reyna að vera duglegri. Það eru náttúrulega allir löngu búnir að gefast upp á að kíkja hingað (ekki að það hafi nú eitthvað margir verið að skoða bloggið)... en ég lofa bót og betrun... ehemm....Ætla þá bara að byrja frá síðasta bloggi sem var fyrir rétt rúmu ári síðan.

Júlí: Já, við fórum sem sagt til Íslands. Ég náði að vera í tæpa viku. Ómar í minni aðgerð, gekk vel. Ómar varð að vera eftir til þess að fara í aðra aðgerð sex vikum seinna. Ég alein heima í Sacramento. Skemmti mér vel og komst svona líka rosalega inn í sumardagskránna í sjónvarpinu.:)

Ágúst: Mamma, pabbi og Óli komu í heimsókn og þeir sem ekki eru búin að sjá myndirnar geta kíkt á picturetrail síðuna (er á planinu að setja inn nýjar myndir....ehemm...) Ómar fór í seinni aðgerðina og gekk vel. Er eins og nýr maður með vel virkandi nýru. Ómar kom heim, gaman, gaman.

September: Silja og Hjalti komu í heimsókn. Sigurrós tónleikar í Berkley...æðislegir. Hmmm... man ekki meira

Október: hmmm!?!?

Nóvember: jáhá....?!?!

Desember: Já, jólin komu og fóru. Einar Karl kom í heimskókn yfir jól og áramót. Já, og Ómar útskrifaðist með BA gráðu en neitaði að klæðast slopp og hatti þannig að ekki eru til neinar myndir til að sanna þennan áfanga.

Janúar: aaaahhhh.... Ómar byrjaði í masters náminu. Ekkert meira merkilegt gerðist þennan mánuðinn.

Febrúar: Æji.... þetta er farið að vera vandræðalegt. Líf okkar er svo rosalega óspennandiL

Mars: Fórum á þorrablót íslendingafélagsins í San Fransisco. Svaka stuð. Fengum hákarl og brennivín. Sumir fengu kannski of mikið af öðru..... happdrættisvinningurinn í grænu flöskunni enn upp í skáp og gengur ekkert að hella því ofan í þessa fáu gesti sem að koma.

Apríl: Mínar yndislegu systur og Þráinn komu í heimsókn um páskana. Veður pöntunin hefur örugglega týnst í pósti því að það rigndi mest allan tímann sem þau voru hérna. Elfa segist aldrei ætla að koma hingað aftur... við sjáum nú til með það...!!! Fólk var sett í bolabann og allskonar önnur bönn

Maí: Íris vinkona kom í heimsókn í endaðan maí... unnið vel að brúnkunni. Moll, San Fransisco, Alcatraz, moll, Vínsmökkun í Napa, Moll, útibrúðkaup í 40 stiga hita, bændabrúnka, moll......

Júní: Dagarnir til Íslands ferðar taldir niður.

Júlí: Fórum til Íslands og náðum að vera í rétt tæpar 2 vikur. Náðum náttúrulega ekki að hitta alla en það gerist víst aldrei. Gátum þó hitt nokkuð marga. Fórum í brúðkaup til Ragnhildar og Halla daginn eftir að við komum sem var alveg æðislegt.... en enn með bragðið af humarsúpunni í munninum:) Var brunað beint af flugvellinum í klippingu og litun til systu því mér var sagt að ég mætti örugglega ekki sitja á sama borði og þær í brúðkaupsveislunni án þess að vera aðeins löguð til.
Við vorum voðalega mikið á ferðinni á milli Sandgerðis og Reykjavíkur því maður verður víst að passa sig að skipta tímanum jafnt á milli fjölskyldnaJ Náðum meira að segja að fara til Ísafjarðar eina helgina þar sem var slappað af í sumarbústað með familíunni.
Nú erum við sem sagt komin heim úr “frískandi” veðrinu á Íslandi í rúmlega 40 stiga hitann hér og lífið gengur bara sinn vanagang. Ómar að vinna og ég að vinna og svo læra.
Ciao!!

3 Comments:

Anonymous Anonymous said...

nau nau nau hvað er að gerast... ákvað að kíkja aðeins á bloggið þitt bara svona af gömlum vana, ekkert nýtt var komið. Svo ýtti ég á refresh og þá bara blasti við mér þetta svakalega blogg. Þetta þýðir samt ekki að þú getir bara bloggað einu sinni á ári og sagt frá nýliðnu mánuðum... koma svo þú getur þetta, það hlýtur nú að gerast e-ð skemmtilegt þarna í sunny california. Eitt mont; það er sól á Íslandi í dag... jibbííí...!

Thursday, July 20, 2006 2:41:00 AM  
Anonymous Anonymous said...

Æðislega framtakssöm stúlka. Fer að gera kröfur núna um regluegar fréttir af þér.
Ástarkveðja
Mamma

Thursday, July 20, 2006 2:07:00 PM  
Anonymous Anonymous said...

Hæ hæ :)
Sá á msn að það var komið nýtt blogg... frábært :)
Ég held áfram að fjölga mannkyninu...Lítill piltur fæddist 29.06.06. Komnar myndir af honum á barnalandssíðuna, sendu mér bara póst ef þú manst ekki lykilorðið.
Gaman að fá fréttir af ykkur hjúum :)
Bið að heilsa í bili...
Thelma og stórfjölskyldan

Sunday, July 23, 2006 3:51:00 PM  

Post a Comment

<< Home