Friday, November 03, 2006

Vikulok

Jæja, þá er loksins erfiðri vinnu og skólaviku lokið, reyndar þarf ég að vinna í fyrramálið... akkúrat núna vildi ég óska þess að ég hefði ekki boðist til að vinna á laugardagsmorgnum:( Vikan var algert hell (kannski við hæfi því Halloween var í vikunni muhahahah...) Til dæmis þá byrjaði þriðjudagurinn á því að fara til lítils stráks og þjálfa nýjan starfsmann. Strákurinn fékk klukkutíma 'tantrum' og reyndi að bíta okkur báðar. Já, voða gaman!! Brunaði svo upp í skóla þar sem ég fór í 2 miðsvetrarpróf. Fattaði svo um 7 leytið í miðju prófi að ég hafði steingleymt að gera extra kredit ritgerð sem átti að skila þá um kvöldið. Náði að blikka kennarann aðeins og hann gaf mér auka tíma fram að miðnætti til að skila. Brunaði heim og henti saman í stutta ritgerð sem ég síðan náði að skila. Ó, ég gleymdi að nefna að ég var líka veik með Kleenex fast við nefið allan daginn. Svaka stuð!!! Þannig að núna sit ég heima að vinna upp allan sjónvarpstímann sem ég missti í vikunni. "Thank good for TIVO!!!!" Og óska þess að uppvaskið sem hefur safnast upp síðan á þriðjudaginn hverfi allt í einu. Hey, vill einhver koma og búa hjá okkur til jóla og sjá um eldamennsku, uppvask og þvott???
Næstu vikur verða örugglega svipaðar því ég er að fara að bæta við mig einu barni í vinnunni, þannig að núna er ég með 4. Reyndar verð ég bara venjulegur "therapist" hjá honum þannig að ég geri bara það sem mér er sagt og þarf ekki að díla við auka pappírsvinnu og ábyrgð:)

Af Ómari er allt gott að frétta hef ég heyrt. Skólasýninginn hans er eftir eina og hálfa viku þannig að mest af hans tíma fer í að klára verk og gera allt tilbúið. Þið getið kíkt á síðuna hans ef þið viljið sjá það nýjasta. www.picturetrail.com/omarthor.

Annars verður helginni að mestu eytt í lestur og kannski smá sjónvarp ef ég verð dugleg;)

Vonandi verður helgin hjá ykkur góð

Ragna Laufey

7 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Gaman að fylgjast aftur með og mér sýnist þú ætla að vera duglegri í blogginu Ragna en þegar ég kíkti stundum hér inn í "gamla daga". Því miður get ég ekki sagt það sama (er ekki með neina síðu´). En ég á bara til með að hrósa manninum þínu fyrir listaverkin... ótrúlegar myndir! Orð geta ekki lýst því!

Ólafía í Flórída

Saturday, November 04, 2006 6:03:00 PM  
Anonymous Anonymous said...

Hæ elskan!
Þetta hefur aldeilis verið erfið vika hjá þér. Við pabbi þinn hlógum mikið þegar við lásum um ritgerðina sem gleymdist. Könnuðumst eitthvað við okkar dóttir þarna. Voða dugleg að blogga. Heyrum í þér í kvöld.
Kveðja
Mamma og pabbi

Sunday, November 05, 2006 4:21:00 AM  
Anonymous Anonymous said...

Ég býð mig fram í eldamennsku, uppvask og þvott hehe, held að ég hafi staðið mig svona lala í uppvaskinu í sumar allavega :D

kv. Íris

Sunday, November 05, 2006 4:00:00 PM  
Anonymous Anonymous said...

Hey var ég búin að segja þér frá því að mamma og pabbi voru að spá í að koma til köben í desember? En þau komast ekki því mamma þarf að þrífa ahahahahahaha... Ég er ekki að grínast með þetta. Hún móðir okkar er engri lík.

Monday, November 06, 2006 12:36:00 PM  
Anonymous Anonymous said...

Æðislegar myndir hjá eiginmanninum þínum, er viss um að hann eigi eftir að meika það. ekki næsta sumar ekki þar á eftir heldur þar á eftir er þér velkomið að fá Ester í þrif og uppvask hjá þér. En einn punktur sem skiptir kannski ekki máli, er að eftir 1 ár og 5 mánuði þá fermi ég Ester, eigum við eitthvað að ræða það. Og ég sem er nýfermd, jæja varð bara að deila þessu með þér he he
knús Ragnhildur

Monday, November 06, 2006 3:18:00 PM  
Blogger Ragna og Ómar said...

Já, það er ekkert smá stutt síðan við fermdumst Ragnhildur... er einmitt ekki að ná því að Óli bró sé að fara að fermast eftir nokkra mánuði!!! Gleymi ekki fermingardeginum þínum þegar við Helga fengum að gista eftir veisluna...úfff púfff....:)

Monday, November 06, 2006 6:13:00 PM  
Anonymous Anonymous said...

Þrífa fyrir jólin já..:D Kannski, einn daginn, kippir í kynið hjá ykkur systrum og þið komist hvergi fyrir þrifum....eins og máltækið segir..."sjaldan er ein (Kristín) Báran stök....":Þ híhíhí

Hvað fermingarár varðar...þá er bráðum 1/5 úr ÖLD liðinn síðan þið stöllur fermdust múhahahahaha

Ástarkveðjur,
Halla:Þ

Friday, November 10, 2006 7:58:00 AM  

Post a Comment

<< Home