Pollýanna er komin aftur
Hún Pollýanna stórvinkona mín hvarf í nokkra daga en er sem betur fer komin aftur. Alveg hundleiðinlegt þegar hún fer svona í burtu á þess að vara mann við. Hitinn er komin niður í rúm 30 stig og ég sit úti á nýju svölunum okkar að skrifa ritgerð um “the American Dream”.
Við erum búin að vera án svala í rúma viku og aldrei hefur okkur langað eins mikið til að grilla...!?! Fengum líka óvænta heimsókn síðustu helgi og þurftu þau að fara út á pallinn fyrir framan til að reykja. Svalirnar voru reyndar alveg að hrinja niður og það var varla þorandi að fara út á þær. Nýju svalirnar eru líka miklu stærri og svo er líka búið að taka stóra tréð úr garðinum fyrir neðan þannig að maður getur meira að segja legið í sólbaði á svölunum og horft yfir í næstu íbúð ehemm.... Það þýðir einnig að nú verðum við að passa okkur að vera ekki að striplast fyrir framan gluggann því það sést ansi mikið inn:(
Vonandi verður restin af helginni hjá ykkur góð og skemmtið ykkur á Sigurrósartónleikunum:)
5 Comments:
það er nú gott að hún pollýanna er komin aftur
En hvað það er gaman að geta loksins lesið nýtt blogg hjá ykkur ! Var komin með frekar mikið leið á að lesa hitt stanslaust í heilt ár ;)
Kveðja
Silja
oh hvað ég er áænæð með þig stelpa, en ég verð roooooosalega áænægð þegar maður fær að sjá myndir
knús Ragnhildur frænka
Heyrru hvernig gengur að setja inn myndirnar? þú verður að setja inn alla mánuðina fyrir árið sem þú bloggaðir ekki he he.
Hef fulla trú á þér stelpa
knús Ragnhildur frænka
hellú hvað er að frétta frá USA?
knús Ragnhildur frænka
Post a Comment
<< Home