Saturday, September 09, 2006

Ragna Laufey skólastelpa!!!!

Já, já, ég er hérna ennþá.....
Er búin að valda vissri frænku minni svo þvílíkum sálarkvölum í heilan mánuð því á msn-inu mínu er búið að standa 'nýtt blogg' frá síðasta bloggi sem var í júlí og hún kíkir í von og óvon á hverjum degi í von um nýjar fréttir af frænku sinni. Hef á tilfinningunni að það verði bloggað meira frá og með síðustu viku:)

Helstu fréttirnar eru þær að ég byrjaði í skólanum í síðustu viku... jáháaa... loksins eftir ansi of laaaanga pásu. Fyrir þá sem ekki vita þá ætla ég aðeins að útskýra allt þetta skólavesen á mér fyrir fullt og allt. Eftir að hafa fengið loksins öll gögn frá Danmörku á réttu tungumáli hélt ég að allt myndi nú fara að ganga eftir óskum... en neihei.... aldeilis ekki. Þannig er að ameríkanar þykjast náttúrulega vera betri en allir aðrir, svo að það endaði með því að þeir vildu ekki viðurkenna að ég væri með BA gráðu frá Danmörku vegna þess að það er "aðeins" þriggja ára gráða en þeirra gráða tekur 4 ár. Þeir vildu ekki skilja það að þeir byrja á gráðunni sinni strax eftir high school, þ.e. 18 ára og útskrifast svo venjulega 4 árum seinna en við tökum stúdentspróf 20 ára og svo 3 ár í Baccelor gráðu. Þetta er náttúrulega allt annað system. Þannig að það endaði með því að ég þarf að taka eitt ár af "undergraduate" kúrsum og mun þá sennilega fá BS gráðu héðan og svo byrja ég í Mastersnáminu næsta haust. Ég ákvað þá bara að taka Pollýönnu status á þessu (er svo voðalega góð í því eftir mikla æfingu) því ég tek mest megnis bara talmeinafræði kúrsa þetta árið sem er því mjög góð æfing áður en ég byrja svo í Masternum. Svo er náttúrulega prógrammið hér og prógrammið í Danmörku svo allt, allt öðruvísi að það er margt sem að ég hef ekki lært en flestir hafa haft hérna í BS prógramminu..... þannig að þetta er allt mjög pósitíft.
Reyndar er ég bara í 10 einingum þessa önnina.... í fyrsta lagi því ég klúðraði stundatöflunni minni og var búin að lofa mér í vinnu á þeim degi sem einn kúrsinn átti að vera, og ég gat ekki fengið mig í að taka hann og sleppa vinnunni (sérstaklega því ég fattaði þetta ekki fyrr en daginn áður). Í öðru lagi... uhmmmm.... það átti eitthvað að vera í öðru lagi en ég bara man ekki hvað það er. En Pollýanna segir að það sé bara betra að byrja hægt.... planið er svo að taka 17 einingar næstu önn. Þá verð ég víst að hætta í vinnunni og banka aftur upp á hjá þeirri yndislegu stofnun sem LÍN er....hlakka svo til:)
Planið er svo að útskrifast loksins sem talmeinafræðingur jólin 2009 (helv.... er langt þangað til) svo sjáum við til hvað gerist eftir það...

Já, nú hafið þið það

Af Ómari er allt gott að frétta líka. Hann verður víst með sýningu í hverjum mánuði fram að jólum þannig að það verður allt fullt að gera hjá honum. Höfðum smá kveðjustund í síðustu viku því við sjáum ekki fram á það að við sjáumst mikið fram að jólum.... en við erum búin að lofa að skrifast á svo að það sé öruggt að óskalistinn fyrir jólin komist til skila:)

Jæja, ekki byrjar þetta vel... er búin að hanga á netinu í tvo tíma þegar ég á að vera að læra. Best að fara að þrífa íbúðina.... ehemmm....

5 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Hæ elskan
Gaman að sjá þig blogga aftur. Meira af þessu .
Ástarkveðja
Mamma og pabbi

Sunday, September 10, 2006 3:00:00 PM  
Anonymous Anonymous said...

Jólin 2009 verða massajól því þá úrskrifast ég líka... vonandi allavega.
Maríanna

Tuesday, September 12, 2006 4:52:00 AM  
Anonymous Anonymous said...

Vááááá´hvað ég er sátt við þessa blogfærslu.
Langaði bara að spyrja þig að einu fyrst þú ert eina frænkan sem ert eiginkona, fékkst þú svokallað eiginkonuhormónakast? Semsagt ´þótt þú trúir því ei þá er mín farin að prjóna peysu á Höllu (hún er eina sem myndi ganga í hönnun eftir mig svo nægjusöm þessi elska)
Nú er ég búin að prjóna og prjóna en svo kom í ljós að ég var ekki búin að hugsa að maður þarf ermar og axlir svo að peysan verði ready, en það er seinni tímavandamál he he gott að eiga Dúnu ömmu að þá. En Halla fær peysuna í afmælisgjöf en ekki er tekið fram á hvað afmælisdegi hún fær hana. Áttu einhverja reynslusöugu um þig eftir að þú hættir að lifa í synd he he

Knús Ragnhildur frænka (með smá áhyggjur af hormónum)

Tuesday, September 12, 2006 4:15:00 PM  
Anonymous Anonymous said...

Þú gleymdir að segja "frú ragnhildur" systa! :D
Finn mig knúna til að taka það fram að síðast þegar RG ákvað að prjóna, þá var hún ólétt. Nú þegar hún tekur upp prjónana á nýjan leik er hún orðin eiginkona svo guð má vita hvað gerist þegar hún verður þrítug :D:D Blessaðir hormónarnir..
Og takk fyrir bloggið frænka! Er hætt að engjast um í sálarkvölum :Þ

Thursday, September 14, 2006 6:30:00 AM  
Blogger Ragna og Ómar said...

Nei, ég hef aldrei fengið nokkurt einasta "eiginkonuhormónakast"... hef ekki tekið upp prjóna síðan í 9.bekk. Er ekki einu sinni viss um að ég kunni að prjóna. Prófaði einu sinni kross saum. Var með stór plön um að gefa vinkonu minni barnateppi þegar hún eignaðist sitt fyrsta barn... en nú er það barn orðið 4 ára og aðeins 1/10 af teppinu búið... Kannski kemur andinn yfir mig einhvern tímann seinna!?!

Já, ég er spennt að vita hvað gerist þegar RG verður þrítug... það verður örugglega eitthvað svaka metnaðarfullt verkefni:)

Thursday, September 14, 2006 4:56:00 PM  

Post a Comment

<< Home