Thursday, November 23, 2006

Happy Thanksgiving

Happy Thanksgiving!!!! Úff púff.... það þýðir að það er aðeins mánuður til jóla....!!!! Er einmitt að horfa á Macy´s Thanksgiving parade í sjónvarpinu. Mikið voðalega er þetta hallærislegt en ég bara get ekki slitið mig frá sjónvarpinu. Thanksgiving í ár verður í fyrsta skipti ekta amerísk hjá okkur. Síðustu ár hef ég reynt mitt besta að elda ekta Thanksgiving mat og boðið fólki heim. Reyndar hefur það bara gengið mjög vel, fyrir utan í fyrra þegar ég gleymdi fyllingunni í ískápnum og fattaði það ekki fyrr en þegar ég var að fara að sofa um kvöldið. En það var kannski bara allt í lagi því fyllingin dugaði í mat í viku á eftir. Förum á eftir í mat til foreldra vinkonu okkar sem að búa í Manteca sem er rétt hjá San Fran. Ómar heillaði foreldra hennar víst svo mikið í brúðkaupinu hennar Lauru og Ryans núna í vor. Sérstaklega þegar hann og pabbinn fóru í “dance off” í lok brúðkaupsins. Þannig að þau vildu endilega bjóða okkur í ekta fjölskyldu Thanksgiving. Læt ykkur vita hvort það verður annað “dance off” í kvöld:)
Annars eru síðustu tvær vikur búinar að vera “kolkreisí” eins og sumir myndu segja það. Mikið að gera í vinnunni hjá mér og extra mikið í skólanum. Stórt próf og svo auka tími sem að þurfti að fara í að vera á stofunni í skólanum og fylgjast með masters nemum í vinnu. Ómar var svo með sýninguna sína í skólanum í vikunni og það gekk bara framar öllum vonum. Kennararnir stóðu upp og klöppuðu fyrir honum, sem að hefur aldrei gerst svo folk muni eftir, og einn af þeim sagðist beinlínis vera afbrýðissamur út í verkin. Ómar kom náttúrulega heim úr matinu syngjandi og dansandi. Sama kvöld kom ég heim í brjáluðu skapi úr pófinu mínu eftir að hafa stressast svo mikið að ég starði bara á blaðið í 20 mín. En það reddaðist að lokum. Vona ég:)
Að lokum vil ég óska honum Óla bró til hamingju með frumsýninguna í gær. Heyrði að það gekk svaka vel. Þannig að ef þið viljið sjá ungan og efnilegan leikara að störfum endilega drífið ykkur:)

Þessa dagana standa yfir æfingar á nýrri jólasýningu sem sýnd verður í Borgarleikhúsinu í nóv. og des. Um er að ræða söngleik þar sem öll hlutverkin eru í höndum barna og unglinga sem numið hafa við söng og leiklistarskólann Sönglist, sem starfræktur er í samstarfi við Borgarleikhúsið. Sýningin, sem nefnist RÉTTA LEIÐIN, verður fyrsta samstarfsverkefni Sönglistar og Borgarleikhússins. Rétta leiðin fjallar um Heiðrúnu Birtu mannsbarn sem hefur alist upp í Jólalandi. Hún er send til mannheima ásamt Kuggi jólaálfi til að rétta öðrum hjálparhönd og breiða út jólaboðskapinn. Í mannheimum eru undirtektir erindis þeirra ekki nógu góðar og spurning hvort Heiðrún Birta og Kuggur hafa erindi sem erfiði. Leikstjóri sýningarinnar er Gunnar Helgason.
Ástæðan fyrir þessari auglýsingu er að Óli bró er að leika í þessari sýningu, hann leikur Kugg jólaálf. Þetta er örugglega rosalega skemmtileg sýning fyrir krakka, verst að ég get ekki farið á hana Sýningarnar eru flestar á daginn á virkum dögum því verið er að stíla inná grunnskólana, en einnig eru helgarsýningar í desember. Miðaverði er stillt í hóf. Ég hvet alla til að fara á þessa sýningu. Það eru tveir leikarar í öllum hlutverkum, þannig að ykkur sem langar að sjá Óla bró verið viss um að hann sé að sýna þann dag sem þið viljið fara. Ég er með sýningarplanið hans þannig að þið getið spurt mig.

*birt með leyfi frá Maríönnu Þórðardóttur auglýsingastjóra Ólafs Þórðarsonar

Von að helgin hjá ykkur verði góð.

Ragna Laufey Þórðardóttir, umboðsmaður Ólafs Þórðarsonar í Norður Ameríku

4 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Happy Thanksgiving! Mig langar alveg geggjað mikið í kalkún og með því, en í staðinn þá fæ ég bara lifur:(
Maríanna

Thursday, November 23, 2006 12:08:00 PM  
Anonymous Anonymous said...

Vonandi upplifðu þið ekta Thanksgiving hjá vinum ykkar !! Til hamingju með sýninguna ÓMAR !!Mairead vinkona og maðurinn hennar komu í morgun til Íslands í morgun. Þau fengu thangsgiving mat a la Ísland lambafille ofl.

Hafið það gott yfir helgina, og ekki missa ykkur í brjálæðis kaupæði í fyrramálið!!
Kveðja
Silja og Hjalti

Thursday, November 23, 2006 2:38:00 PM  
Anonymous Anonymous said...

Hehe það er gott að fjölskyldan er með umboðsmann í Norður-Ameríku! Sendiherra fjölskyldunnar er jú fluttur heim frá DK þó að Maríanna hafi auðvitað móttekið trúnaðarbréfið!!
Seljan

Tuesday, November 28, 2006 9:26:00 AM  
Anonymous Anonymous said...

Hæ!
Sýningum hefur aldeilis fjölgað hjá Óla. Taldi rétt að umboðsmaðurinn fengi að fylgjast með því. Þú verður að vera vel upplýst . Láttu þetta berast.
Kveðja
Mamma

Tuesday, November 28, 2006 12:35:00 PM  

Post a Comment

<< Home