Verð nú bara aðeins að monnta mig.... Var að koma heim eftir að hafa fengið út úr þessu blessaða prófi sem ég “fraus” í fyrir tveimur vikum. Ég náttúrulega bjóst ekki við neinu rosalegu, var svona nokkurs konar búin að sætta mig við að vera kannski svona rétt um meðaltal svo myndi ég bara “massa” næsta próf til þess að hækka lokaeinkunina. En nei, nei.... ég fékk prófið í hendurnar og ég kom út í 98%!!!!! Að vísu náði ég mér í nokkur extra kredit stig sem voru á prófinu.... en 98%!!!!. Ég byrjaði bara að fá tár í augun þegar ég leit á prófið. Þetta helv.... próf eyðilaggði marga, marga daga þar sem ég var í frekar leiðinlegu skapi og hundfúl út í sjálfa mig yfir að hafa “klúðrað” spurningum sem ég var 100% viss á. Þegar kennarinn sýndi okkur svo hvernig einkunirnar röðuðust komst ég að því að ég var með þeim 5 hæstu af 60 í bekknum....AAAhhhhhh!!!! Núna er ég ekki með neitt samviskubit yfir að hafa keypt mér tösku um helgina.... það eru sko verðlaun:)!!!
Annars er alveg skítakuldi hérna núna. Alltaf kemur mér það á óvart að það getur orðið svona kalt hérna þannig að fyrstu vetrardagana hangi ég úti á peysunni að drepast úr kulda og hugsa “hey, ég bý í Kaliforníu. Það er EKKERT kalt, það er EKKERT kalt, það er EKKERT kalt!!!!!”. En að lokum gefst ég upp og fer í úlpuna/jakkann og set á mig trefil og vettlinga. Þetta er nú ekkert miðað við kuldann á Íslandi en það fer nú stundum niður fyrir eða nálægt frostmarki....ehemmm....!!!
Þið verðið nú að afsaka dramatíkina í mér en ég er enn að ná þessu... sjálfstraustið hefur aukist aðeins:)
Ætla að fara að fá mér popp og kók og vinna upp sjónvarpstíma
5 Comments:
TIL HAMINGJU! ekkert smá flott hjá þér!
Njóttu poppsins, kóksins og sjónvarpstímans! :)
kveðja frá SoCal, þar sem er líka kalt! Úff er með teppi, að drekka heitt te og í íslenskum dúnsængurskóm! :)
Fór einmitt niður í 4 gráður í nótt og audda engin einangrun í húsinu þannig ég er enn að reyna hlýja mér eftir að ég fór frammúr..brrrrr....
Hæ elskan!
TIL HAMINGJU ELSKU PROFFINN MINN!!!
FRÁBÆRT HJÁ ÞÉR.
ÁSTARKVEÐJA
MAMMA PABBI OG ALLIR HINIR
Vá! til hamingju Ragna með einkunina. Ekkert smá flott hjá þér og endilega að styrkja (reinforce) útkomunina úr prófuninni með því að verðlauna þér með kaupi á tösku, og því að bæta upp "glötuðum" sjónvarpstíma.
Ég er hér í Flórída og líka í skóla (í MS í applied behavior analysis) og hér er stundum "kalt" líka. Ég kvarta þó ekki mikið því ég hef ekki enn þurft að setja upp trefil eða vettlinga. Það hefur verið peysuveður "lengi" en ég hef bara einu sinni notað "dún-vestið" mitt yfir peysu! Hér er raki svo maður finnur einhvern veginn öðruvísi fyrir kuldanum. Kuldi og raki fara ekki saman og manni finnst eins og það sé kaldara en mælirinn kannski segir. En nóg af blaðri, langaði bara rétt að koma með innskot hérna á síðuna. Gaman að fylgjast með. Ég er því miður ekki sjálf með blogg en sæki oft í "heimsóknir" á blogg vina og kunningja eins og svo margir.
Bless í bili Ragna,
Ólafía
Til hamingju elsku klára frænka mín, massar þetta eins og allt annað. Spurning um að breyta nafninu þínu í Ragna Laufey "proffi" Þórðardóttir
Verðlaun eru nauðsynleg fyrir svona frammistöðu. Ég myndi segja þú ættir skilið líka nýja skó og alfatnað
knús Ragnhildur
Ég er svo sammála þér frænka um að ég eigi skilið skó og alfatnað!!!Maður á alltaf skilið skó og alfatnað (og góða og dýra klippingu;) Það er bara spurning hvort að fjárlaganefnd samþykki.... Set fram tillögu í næsta frumvarp!!!!!
Post a Comment
<< Home