Jóla hvað...!?!
Var að fatta það nú í kvöld að það er fyrsti í aðventu og þá má nú fara að setja upp fyrsta jólaskrautið!!! Skaust í Target og ætlaði reyna að finna aðventu krans og reyna að gera smá jóló…. en auðvitað er ekki til neitt svoleiðis hér í Ameríkunni. Ætli ég verði ekki að gera mér ferð í IKEA ef ég á að fá svoleiðis. Annars er ég núna að hengja upp smá jólaskraut og hlusta á íslensk jólalög. Ég er nú aldeilis að brjóta allar fjölskyldu reglur því það eru mjög strangar jólaskreytingareglur í Dalalandinu.(Reyndar braut ég eina 30. nóvember þegar ég byrjaði að hlusta á jóladiskana sem mamma sendi mér og ekki einu sinni kominn 1. des. En þegar ég byrja að hugsa um það þá kom diskurinn seinni partinn þann daginn og þá var komið yfir miðnætti á Íslandi þannig að í rauninni var ég ekki að brjóta neinar reglur;) Þegar ég var ung og saklaus lítil telpa þá fóru sko engar jólaskreytingar upp fyrr en á Þorláksmessukvöld, ekki einu sinni seríur. Ég reyndi alltaf að mótmæla og ýta á skreytingar fyrr í Desember en ég var bara ein og var nú aldeilis í minnihluta. Svo fór að fjölga í fjölskyldunni og smá saman fóru systur mínar að aðstoða mig í þessarri baráttu. Smá saman fór pabbi að láta undan þrýstingi því þið getið rétt trúað því hve erfitt er að standa upp á móti þremur “fastlega ákveðnum” systrum (ég vildi sko ekki segja frekjum). Síðast þegar ég vissi þá má fara að skreyta í Dalalandinu þegar jólasveinarnir fara að tínast í bæjinn. Nema að Maríanna jólabarn sé ennþá að rífast og að skreytingarnar séu að fara upp enn fyrr. En ein reglan er alltaf föst. Jólatréð fer ekki upp fyrr en á Þorláksmessukvöld eftir skötu. Því verður aldrei breytt og það eru mjög fastar hefðir og reglur um hvernig það allt fer fram. Ég hef til dæmis ekki leyfi til að snerta toppinn sem fer á tréð eftir atvikið á Þorláksmessu "92. (er ekki með ártalið á hreinu en það er allavegana voða langt síðan og fólk á að vera búið að gleyma.....) Og ég er búin að brjóta þessa allra heilögu Dalalandsjólaskreytingareglu síðan ég fór að halda mín jól hér í Ammríkunni. Mitt jólatré mun verða sett upp næstu helgi og haldið ykkur nú…. það er gervi!!!!!! Það eru alltaf heitar umræður heima hver jól hvort að það sé ekki best að fá bara gervitré næstu jól…. en það er alltaf kæft af frekjunum í familíunni (nefni engin nöfn) Og ég veit að það verður aldrei gert!!!
En ég er með útskýringu á afhverju og hvernig ég réttlæti það að setja upp jólatréð svona snemma hér. Í Ammríkunni byrja jólin strax eftir Thanksgiving. Flestir setja upp trén strax daginn eftir og skreyta eftir því. Jólin hér eru svo voða mikið í undirbúningnum fyrir jólin en svo er bara allt búið 26. des. Allt tekið niður og fólk farið að hugsa um næsta frí. Heima standa jólin miklu lengur eftir 24. og 25. des. Þó svo að fólk sé alltaf að byrja fyrr og fyrr að jólast. Þannig að ég vil hafa jólatréð mitt uppi í allavegana tvær vikur. “When in Rome…..” Og þarna hafið þið það!!!!
Annars er ég búin að vera ein heima að jólast og læra alla helgina. Ómar er búin að vera í Iowa hjá Einari bróður sínum síðan á fimmtudaginn og kemur ekki fyrr en á þriðjudaginn. Þannig að jólalögin eru búin að vera í botni síðan þá, því Ómar er ekki beint jólabarn. Reyndar fæ ég hann alltaf í að hjálpa við að skreyta tréð og setja upp seríur og kannski setja toppinn á ef ég treysti mér ekki til þess:) Ég veit að innst inni finnst honum þetta æðislega gaman og smá saman breytist hann í svakalegt jólabarn...ehemmm.... Það er ekki annað hægt þegar ég er búin að þrýsta öllum mínum jólahefðum upp á hann!!!!
Barnadiskurinn er besti diskurinn af þessum 5 íslensku sem ég fékk senda. Glámur og Skrámur standa alltaf fyrir sínu og auðvitað Þórður húsvörður og Bryndís með “Út með köttinn” og Leppur, Skreppur og Leiðindaskjóða.
Jæja, farin að gera eitthvað að viti. Farið varlega í jólastússinu
Ragna Laufey
8 Comments:
Þorláksmessuregla fjöllunnar er fín, seríurnar mega fara upp fyrr eða ca um miðjan des og ég held að það sé gert núna eftir að hafa staðið í ströggli í nokkur ár við að fá það í gegn. Mamma er hætt að föndra aðventukrans og er núna bara með 4 kertastjaka hlið við hlið.
Mín regla með jólalögin er sú að það megi byrja að hlusta fyrsta sunnudag í aðventu, ég svindlaði að vísu örlítið og byrjaði degi fyrr þar sem ég var að þrífa og fékk ég samþykki frá sambýlilismanni mínum. Er ekki búin að hlusta á barnadiskinn, skelli honum kannski í á eftir.
Ég fór í Ikea í gær og ætlaði að gera góð jólakaup og þá áttu þeir ekkert fallegt. Allt búið og ég fór í fýlu heim, náði samt að eyða heilum 127dkk en ekkert jóló samt, Kakóið og súkkulaðikakan á Cafe Norden var dýrari Er samt búin að fjárfesta í einum jóladúk sem fór á fallega borðið þitt og einu kerti sem ég hef ákveðið að kalla aðventukerti þar sem ég nenni ekki að föndra krans. Ég hef ekki hugsað mér að baka neitt og ekki verð ég með jólatré, fæ að skreyta eitt í Dalalandinu, það er alveg nóg. Er að hugsa um að kaupa eina jólaseríu og setja í annan hvorn gluggann í íbúðinni
Ég myndi ekkert vera að fikta við jólatréstoppinn ef ég væri þú, Ómar getur kannski kennt þér hvernig á að gera þetta. Hann á að fara efst á jólatréð ekki uppí munn hahaha... þessi brandari verður aldrei þreyttur.
Ætla ekki einu sinni að ræða við þig um gervijólatré kona góð, þau eru bara fyrir lúða, ekkert jóló við þau.
Jæja ég held ég ætti að fá verðlaun fyrir lengsta komment sögunnar.
Maríanna
Tek undir það sem Maríanna segir. Ég held að það sé kominn tími á að flytja Rögnu Laufey heim sem fyrst. Hún er að verða of uppreisnargjörn varðandi jólaskreytingar.
Pabbi
Ég verð nú að segja einu sinni enn að ég myndi kaupa gervijólatré ef ég fengi að ráða. En það verður aldrei.
Ég myndi líka vilja skreyta tréð daginn fyrir þorláksmessu og hafa það skreytt í skötuboðinu. En ég fæ heldur ekki að ráða því.
Ræður maður engu. Hver segir að ég sé stjórnsöm.
Ástarkveðja
Mamma
Láttu mig þekkja það að finna ekki aðventuljós og/eða krans í ameríkunni. Þú býrð þó vel að hafa IKEA í grendinni... ég bý nú ekki svo vel. Næsta IKEA sem ég kemst í er í amk 12 klst fjarlægð, beina leið í bíl... án þess að taka bensín. Nánar tiltekið í Georgíu!!! Og ég bý núna í Flórída.
En áfram með jólaundirbúninginn... og áfram með gott og skemmtilegt blogg
Ólafía í Flórída
Hæ elskan!
Nú er 16. des. og síðasta blogg er 3. des. Ég vil meira blogg, takk fyrir.
Ástarkveðja
Mamma
Ég setti "skrámur skrifar jólasveininum" á um daginn, Þráinn gat ekkert gert í nokkra tíma á eftir hann hló svo mikið. Svo setti ég það aftur á í gær í konfektgerðinni og hann hló aftur jafnmikið. Kannki er hann eins og gullfiskarnir! Held ég setji það alltaf á ef hann er í vondu skapi.
JólaMaríanna
Hæhæ, skemmtilegt blog. Jólaundirbúningur er skemmtilegt fyrirbæri. Ég er í seinna fallinu með allt þetta árið sökum skemmtana og ferðalaga. En ég vildi koma því á framfæri að ég var í mjög skemmtilegum umræðum um lifandi- og gervjólatré í morgun. Það er mjög skrítið að hafa deyjandi jólatré í stofunni hjá sér, skreyta það og jafnvel dansa í kringum það. Þannig að ég er hlynnt gervitrjám. Sorry Maríanna. Vonandi eyðilegg ég ekki hjá þér jólatrésgleðina með þessari athugasemd.
Já... ég bíð líka eftir meira bloggi. Síðan þín er komin á blogg-rúntinn minn :) Meira, meira, meira, meira :)
Jólakveðjur á þriðja í aðventu,
Ólafía
Post a Comment
<< Home