Sunday, January 07, 2007

Allir að horfa á An Inconvenient Truth með Al Gore.....
Nú er búið að bæta við nýársheit á þessu heimili.... byrja að setja dósir í endurvinnslu, hafa ískápinn opin ef að íbúðin verður of heit og kveikja á kertum ef okkur verður of kalt. Ómari verður ekki skutlað í vinnuna og skólann þegar hann getur alveg eins notað hjólið eða labbað, ég fæ samt að fara á bílnum í skólann því ég er löt.....ummmm hvað meira.... við eigum Toyotu sem er víst voða pósitíft svona umhverfisvænlega séð..... við kaupum ekki mat í umbúðum. Förum bara með pappírspokann okkar og tínum grænmeti, ávexti og baunir í hann og drekkum bara vatn. Hey, þá þurfum við ekki að fara með Pepsi dósirnar í endurvinnsluna!!!!!!

Spurning um að hemja sig aðeins, en ég mæli samt með myndinni:)

Bæjó,

Ragna Laufey sem á að vera að gera eitthvað allt annað en að bulla á blogginu

2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Sá trailerinn af þessari mynd um daginn, virðist ansi athyglisverð. Hún fer á listann yfir myndir sem þarf að sjá. Það er nú samt örugglega langt í að hún komi út hérna.
Maríanna

Monday, January 08, 2007 11:11:00 AM  
Anonymous Anonymous said...

Hæ!
Bara 4 dagar á milli blogga. Gott hjá þér. Ég mæli með endurvinnslunni, það margborgar sig. Spurðu Óla bróðir þinn, hann er orðinn nokkuð ríkur af þessu.
Kveðja
Mamma

Wednesday, January 10, 2007 7:15:00 AM  

Post a Comment

<< Home