Wednesday, January 03, 2007

Gleðilegt nýtt ár allir saman!!!!
Hátíðirnar fóru bara vel fram á þessu heimili. Á aðfangadag buðum við vinum okkar í hangikjöt, kalkún og með því.... við vorum nefnilega ekki viss um að öllum þætti hangikjötið gott þannig að við ákváðum að bjóða upp á eitthvað annað líka. Allt heppnaðist bara voða vel, það vel að allur matur kláraðist og það eina sem við höfðum að borða á jóladag var fyllingin á ristað brauð. Það var nú samt allt í lagi því hún var alveg ROSALEGA góð:) Þetta var líka allt voða alþóðlegt því það voru samankomnir, 2 íslendingar, 4 ameríkanar og einn Japani. Næstu jól ætlum við að reyna að bæta enn einni heimsálfu við og vinna okkur upp smá saman....
Gamlárskvöldi eyddum við heima hjá Laufey og Orra þar sem við drukkum nokkuð af kampavíni á meðan við dönsuðum við Stuðmenn í botni. Það er samt komin tillaga þess efnis að það verði aðeins meiri tilbreyting í tónlist næstu áramót.

Þegar maður fer að hugsa tilbaka þá heppnaðist árið 2006 bara svaka vel. Fengum marga góða gesti og náðum að fara til Íslands í sumar til að hitta fjölskylduna. Ég komst með annan fótinn inn í skólann og Ómar gerði rosalega vel í náminu sínu. Vonandi verður næsta ár eins gott.... eða bara betra....!!! Ég er allavegana komin með farmiða til Íslands í hendurnar:) Málið er það að hann litli bróðir minn er að fara að fermast um páskana og auðvitað verður maður að vera viðstaddur. Ég er nú ekki alveg að trúa því að hann sé að fara að fermast.... ég meina ég hélt á honum undir skýrn í fermingarveislunni minni og það er ekki það langt síðan ég fermdist..... eða er það!?! Hann minnti mig góðfúslega á fyrir nokkrum vikum að á þessu ári verð ég akkúrat tvisvar sinnum eldri en hann..... díses kr.....
Ég reyndar hafði lofað honum að ég myndi láta skýra barnið mitt í hans fermingarveislu en það er víst of seint að plana það núna þannig að ætli ég verði ekki að láta af þeim plönum.... En allavegana þá næ ég að vera 10 daga heima og verða viðstödd þennan stórviðburð.

Vonandi voru jólin og áramótin góð hjá ykkur öll og vonandi standið þið við öll áramótaheitin ykkar, alveg eins og ég mun geraJ Braut reyndar eitt strax 2. jan. en það voru bara byrjenda mistök og ég er aftur komin á rétta braut!!!!

Bæjó spæjó,

Ragna Laufey

2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Hæ elskan!
Takk fyrir jólapakkana, þeir komu í hús í gær. Akkúrat mánuð á leiðinni. Þú verður sennilega að senda þá næst í nóvember. Fyrst þú getur ekki skírt í fermingarveislunni hans Óla verðurðu að stela senunni einhvern vegin öðruvísi. Hann stal nú athyglinni í þinni fermingaraveislu.
Kveðja
Mamma

Thursday, January 04, 2007 8:30:00 AM  
Blogger Ragna og Ómar said...

Já, ég verð víst að finna upp á einhverju öðru til þess að stela athyglinni.... ég er náttúrulega svo athygglissjúk

Thursday, January 04, 2007 11:39:00 AM  

Post a Comment

<< Home