Öppdeit
Hæ, hæ....
Jú, jú, ég er enn á lífi. Er bara brjálað að gera í skólanum þannig að ég hef ekki haft samvisku í það að blogga eitthvað... vá.. þetta var góð afsökun. Reyndar átti ég í smá erfiðleikum með að skrá mig inn á bloggið síðustu daga. Þá var ég með alveg svaka flott blogg tilbúið sem er nátturulega orðið úrhelt núna.
Annars er bara allt gott að frétta af okkur. Ég er byrjuð í skólanum og líkar bara vel. Allir bekkirnir eru mjög athygglisverðir, sumir náttúrulega meira en aðrir. Er að taka 5 bekki þessa önnina. Clinical Phonology, Acoustics, Voice Disorders, Language Disorders and Audiometry. Ég nenni eiginlega ekki að reyna að þýða þetta yfir á íslensku þannig að þetta verður að duga. Það var bara byrjað á fullu fyrstu vikuna og er ég búin að vera í að minnsta kosti í einu prófi á viku. Sem er bara gott því það heldur manni við efnið:) Núna telur maður tímann í prófum, þ.e. það eru 3 próf í það að ég komi heim... ooohh...get ekki beðið:) Ótrúlegt hvað tíminn er eitthvað fljótur að líða, 3 vikur í spring break og svo er það bara lokaspretturinn.
Af Ómari er allt gott að frétta líka. Hann var að vinna verðlaun fyrir eitt af verkunum sínum í skólanum og fékk heila 1.000 dollara, sem að kom sér mjög vel.... Ef þið viljið kíkja á nýjustu verkin hans þá er heimasíðan hans www.picturetrail.com/omarthor myndin sem hann fékk verðlaun fyrir heitir Apocalypse.
Ómar er líka orðin nokkurs konar forfallakennari í skólanum. Hann er búin að taka að sér tvo teikni bekki því að kennarinn lennti í því að fóbrjóta sig. Hann er búin að vera aðstoðarkennari í nokkrar annir í nokkrum málningarbekkjum en það hefur allt verið sjálfboðavinna og verið með aðal kennaranum. Núna fær hann borgað og er einn með bekkina. Mjög góð reynsla það:)
Við höfum náttúrulega næstum ekkert sósíal líf en ég gerðist djörf og skráði mig í softball liðið í vinnunni. Ég hef aldrei spilað softball og veit ekkert um það en ákvað bara að slá til. Skráði meira að segja Ómar líka í liðið því að það vantar stráka svo við getum spilað í ákveðnum riðli. Fékk síðan tilkynningu í dag um hverjir væru í liðinu og það stóð Ragna Thordardottir og Omar Thordardottir...... hahahh... fannst það voða fyndið... held ég ætli bara ekkert að breyta því:)
Er svo að spá í að fara í kántrý línudans á morgun með fólki í vinnunni... ég veit.... ekkert smá halló. En það gæti bara verið gaman að prófa... spurning hvort ég nái að draga Ómar með í það. Ég efast stórlega um það...
Þetta var svona það helsta
Ragna Laufey
6 Comments:
Gangi Thordardottir fjölskyldunni sem best í softball, sé þetta ekki alveg fyrir mér þannig að... myndir takk!
Ég og Elfa Hrund hljótum þá að vera gjaldgengar í liðið þar sem við erum líka Thordardottir ;)
Mér líst vel á þetta Thordardottir lið. En hvað er softball????
Hvers konar íþrótt er það. Þarf maður að fara að æfa til þess að komast á varamannabekkinn?
Gleymdi að undirrita.´
Auðvitað mamma.
ó mæ ó mæ hvað er mörg próf núna þangað til þú kemur á klakann.
Var smá öfundsjúk þegar ég var hjá Maríönnu og hún að tala við þig á msn og þú sast úti í 27 stiga hita hummm. Rosa gaman að koma og hitta þau, og sötra rauðvín með LITLU systur þinni. Sá núna í hvernig þú bjóst he he, svo í raun var ég að heimsækja þig líka bara nokkrum árum seinna.
Hlakka til að sjá þig
knús Ragnhildur frænka
p.s þessi steinn sem ég fann (he he he he) og á í dag, var að fatta að hann er líka orkusteinn ef þér vantar orku einhverntímann kemur þú bara og færð hann lánaðann
Hvað segirðu Ragna... er ekki að koma tími á annað "öppdeit"?
Fía í flórída
þar sem þú varst sú eina með myndavél í frænkuboðinu þá ertu eiginlega skyldug til að blogga og setja inn myndir he he
Knús Ragnhildur
p.s og plús allar myndir síðan 2004
Post a Comment
<< Home