Jæja, ég komst heim heilu á höldnu eftir mjög svo vel heppnað frí á Íslandi.
Ætla að blogga meira um það seinna og meira að segja að setja inn myndir.!!!!
Þó svo að það hafi verið voða gott á Íslandi þá er líka voða gott að vera komin heim í rútínuna. Næsta eina og hálfa vika verður samt algert brjálæði. Þarf að vinna upp þessa 2 daga sem ég missti úr.... próf næsta mánudag og þá verð ég líka að gera mína fyrstu heyrnarmælingu með öllum tækjum og tólum. Svo er líka próf á fimmtudaginn og þá á ég líka að skila stóru verkefni og vera búin að ákveða rannsóknarefni fyrir einn tímann.... þannig að..... ekkert blogg fyrr en þetta er allt búið.
6 Comments:
Hæ!
Gott að þú komst heim heilu og höldnu. Gangi þér vel við vinnuna í skólanum. Þú rúllar þessu upp með góðri skipulagningu.
Baráttukveðja
Mamma (skipulagsstjóri)
Gleðilega páska og gangi þér vel´i öllu "brjálæðinu".
Ólafía
Gott að heyra að heimferðin gekk vel ! Það var frábært að ná að hittast !
Kveðja
Silja og Hjalti
Til hamingju með afmælið mín kæra. Vonandi hefuru það rosa gott í dag og lætur eiginmanninn stjana við þig. Hvernig gengur annars? Þú ert bara alveg hætt að láta vita af þér!
Til hamingju með daginn frænka!
Kv
Halla
Til hamingju með afmælið!
xxx, Hrefna María
Post a Comment
<< Home