Wednesday, April 04, 2007

Jæja, ég komst heim heilu á höldnu eftir mjög svo vel heppnað frí á Íslandi.
Ætla að blogga meira um það seinna og meira að segja að setja inn myndir.!!!!

Þó svo að það hafi verið voða gott á Íslandi þá er líka voða gott að vera komin heim í rútínuna. Næsta eina og hálfa vika verður samt algert brjálæði. Þarf að vinna upp þessa 2 daga sem ég missti úr.... próf næsta mánudag og þá verð ég líka að gera mína fyrstu heyrnarmælingu með öllum tækjum og tólum. Svo er líka próf á fimmtudaginn og þá á ég líka að skila stóru verkefni og vera búin að ákveða rannsóknarefni fyrir einn tímann.... þannig að..... ekkert blogg fyrr en þetta er allt búið.

6 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Hæ!
Gott að þú komst heim heilu og höldnu. Gangi þér vel við vinnuna í skólanum. Þú rúllar þessu upp með góðri skipulagningu.

Baráttukveðja
Mamma (skipulagsstjóri)

Thursday, April 05, 2007 2:49:00 PM  
Anonymous Anonymous said...

Gleðilega páska og gangi þér vel´i öllu "brjálæðinu".

Ólafía

Friday, April 06, 2007 3:55:00 PM  
Anonymous Anonymous said...

Gott að heyra að heimferðin gekk vel ! Það var frábært að ná að hittast !

Kveðja
Silja og Hjalti

Monday, April 09, 2007 11:56:00 AM  
Anonymous Anonymous said...

Til hamingju með afmælið mín kæra. Vonandi hefuru það rosa gott í dag og lætur eiginmanninn stjana við þig. Hvernig gengur annars? Þú ert bara alveg hætt að láta vita af þér!

Monday, May 07, 2007 4:05:00 AM  
Anonymous Anonymous said...

Til hamingju með daginn frænka!

Kv
Halla

Monday, May 07, 2007 4:33:00 AM  
Anonymous Anonymous said...

Til hamingju með afmælið!

xxx, Hrefna María

Monday, May 07, 2007 10:35:00 AM  

Post a Comment

<< Home