Jæja, annar softball leikurinn fór ekki eins ''vel" og sá fyrri. Við algerlega steinlágum og enda staðan var eitthvað um 48-27. Við áttum að vera að spila við sama lið og síðast en helmingurinn af liðinu var nýtt fólk. Reyndar vantaði okkur 3 bestu spilarana okkar.... gerum bara betur næst!!!! Það er ennþá von fyrir okkur enda er nafnið á liðinu okkar HOPE. Ég veit, voða klisjukennt en HOPE er nafnið á fyrirtækinu og okkur fannst það bara passa fínt.
Ryan og Laura komu að horfa á leikinn og svo fórum við heim þar sem við Laura mixuðum okkur aðeins of sterkar margaritur og enduðum á að sofna báðar í sófanum í miðju Cranium spili. Dagurinn í dag er þess vegna ekki búin að vera neitt voða aktífur. Friends stendur alltaf fyrir sínu á svona tímum:)
Over and out
6 Comments:
Hæ!
Þú veist að íþróttir og áfengi fer ekki vel saman. Mundu það.
Gengur bara betur næst.
Kveðja
Mamma
hellúú Ragna,
Hvað varð um keppnisskapið ?? Það er að verða komin 1 heil vika frá seinasta bloggi ?? Ertu nokkuð að gefast upp ?? ;)
Kveðja bloggmaster :)
Hæ!
Hefur ekkert gerst í þínu lífi síðan 16. júní????????????
Meira blogg.
Ástarkveðja
Mamma
Ég segi það nú sama....kommon Ragna Laufey...kondu nú með eitthvað djúsí....:)
Ástarkveðjur frá Íslandinu, vonandi hafið þið það gott!
Hvenær fær maður annars að sjá þig aftur??
kossar og knús (og takk fyrir ansi hressilegan hitting í vor, alltaf svo gaman hjá okkur!!)
Kveðja
Hæ!
Heyri mikið kvartað hjá frænkunum þínum yfir bloggleti þinni. Ættingjarnir heimta meiri blogg.
Ástarkveðja
Mamma
Hæ! Nú hefur Maríanna hlýtt mér og bætt við bloggið. Þú frumburðurinn ert ekki nógu hlýðin. Hvað hefur gerst eiginlega í uppeldinu? Eitthvað hefur klikkað.
Meira blogg, takk fyrir.
Ástarkveðja
Mamma
Post a Comment
<< Home