Saturday, June 16, 2007

Jæja, annar softball leikurinn fór ekki eins ''vel" og sá fyrri. Við algerlega steinlágum og enda staðan var eitthvað um 48-27. Við áttum að vera að spila við sama lið og síðast en helmingurinn af liðinu var nýtt fólk. Reyndar vantaði okkur 3 bestu spilarana okkar.... gerum bara betur næst!!!! Það er ennþá von fyrir okkur enda er nafnið á liðinu okkar HOPE. Ég veit, voða klisjukennt en HOPE er nafnið á fyrirtækinu og okkur fannst það bara passa fínt.
Ryan og Laura komu að horfa á leikinn og svo fórum við heim þar sem við Laura mixuðum okkur aðeins of sterkar margaritur og enduðum á að sofna báðar í sófanum í miðju Cranium spili. Dagurinn í dag er þess vegna ekki búin að vera neitt voða aktífur. Friends stendur alltaf fyrir sínu á svona tímum:)

Over and out

6 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Hæ!
Þú veist að íþróttir og áfengi fer ekki vel saman. Mundu það.
Gengur bara betur næst.
Kveðja
Mamma

Tuesday, June 19, 2007 4:45:00 AM  
Anonymous Anonymous said...

hellúú Ragna,

Hvað varð um keppnisskapið ?? Það er að verða komin 1 heil vika frá seinasta bloggi ?? Ertu nokkuð að gefast upp ?? ;)

Kveðja bloggmaster :)

Friday, June 22, 2007 9:23:00 AM  
Anonymous Anonymous said...

Hæ!
Hefur ekkert gerst í þínu lífi síðan 16. júní????????????

Meira blogg.

Ástarkveðja
Mamma

Wednesday, September 19, 2007 2:02:00 AM  
Anonymous Anonymous said...

Ég segi það nú sama....kommon Ragna Laufey...kondu nú með eitthvað djúsí....:)

Ástarkveðjur frá Íslandinu, vonandi hafið þið það gott!
Hvenær fær maður annars að sjá þig aftur??
kossar og knús (og takk fyrir ansi hressilegan hitting í vor, alltaf svo gaman hjá okkur!!)
Kveðja

Monday, September 24, 2007 1:24:00 PM  
Anonymous Anonymous said...

Hæ!
Heyri mikið kvartað hjá frænkunum þínum yfir bloggleti þinni. Ættingjarnir heimta meiri blogg.
Ástarkveðja
Mamma

Saturday, September 29, 2007 11:29:00 AM  
Anonymous Anonymous said...

Hæ! Nú hefur Maríanna hlýtt mér og bætt við bloggið. Þú frumburðurinn ert ekki nógu hlýðin. Hvað hefur gerst eiginlega í uppeldinu? Eitthvað hefur klikkað.
Meira blogg, takk fyrir.
Ástarkveðja
Mamma

Friday, October 12, 2007 4:09:00 AM  

Post a Comment

<< Home