Spring Break
Jæja, loksins drattast ég að skrifa eitthvað á þetta blessaða blogg. Ég er ekki viss um að einhver er ennþá að kíkja inn á þetta fyrir utan kannski mömmu og Maríönnu, já og hana Silju.
Ég er búin að vera í spring break núna þessa vikuna og er búin að afkasta alveg heilmikið af því sem ég var búin að plana. Aðal planið var nú að slaka á og læsa skólabækurnar inn í skáp og ekki stíga fæti upp í skóla, og hef ég sko aldeilis staðið við það. Ég er líka búin að lesa eina bók, fara í göngutúra, gymmið og sofa. Eyddi öllum deginum í dag í að fara í gegnum fataskápinn minn og fyllti þrjá ruslapoka af fötum sem ég ætla að fara með í Good Will á morgun. Nú er ég komin með pláss fyrir helling af nýjum fötumJ Fór líka á þriðjudagsmorguninn með einum supervisornum mínum úr skólanum í heimsókn til eins lítils 2 ára stráks. Hún vinnur við það að prófa börn upp til þriggja ára aldurs og ef þau eiga rétt á þjónustu þá bendir hún á talmeinafræðinga sem að koma síðan heim til barnanna að vinna með þeim eða þá á stofur hérna í nágrenninu. Það var alveg æðislegt að fylgjast með henni. Þetta er enn annað sem að ég hef mikinn áhuga á, þ.e. ´early intervention´ eða eins og það er sagt á góðri íslensku, held ég, ´snemmtæk íhlutun´.
Það rættist líka heldur betur úr veðurspánni í vikunni. Það byrjaði að rigna á sama klukkutíma og ég formlega byrjaði í fríi og það var spáð rigningu alla vikuna. Alveg týpískt, það var búið að vera alveg æðilsegt veður allan síðasta mánuðinn, svona ekta vorveður og ég svona gat notið þess á meðan ég hljóp út bílnum inn í bygginguna mína eða á hlaupum yfir í aðra byggingu til að hita upp hádegismatinn minn. En það er búið að vera mjög fínt veður, engin rigning, bara smá skýjað og 18 stiga hiti. Á morgun og næstu 10 dagana er svo spáð sól og yfir 20 stiga hita. Planið er að planta mér bara með bók á svalirnar í nýja fína sólbekknum mínum.
Við Ómar upplifðum ekta ameríska hefð nú á sunnudaginn. Fórum í ´brúðkaups sturtu´ eða ´wedding shower´ hjá vinum okkar Teklu og Tye. Þetta var alveg eins og þið ímyndið ykkur, cheesy leikir og svona. Þetta var svona ´international´ þema því þau ætla í bakpokaferðalag um Evrópu í mánuð eftir brúðkaupið. Fánar út um allt og svo matur með Evrópsku þema. Vorum ekki alveg sátt við það sem átti að vera danskt smörrebröd þar sem það var á þykku baquette brauði með þykku lagi af smjöri og kalkúnaskinku. Við náttúrulega smjöttuðum á þessu, brostum og kinkuðum kolli þegar fólk komst að því að við höfðum búið í Danmörku og sögðum að þetta minnti mjög mikið á tíma okkar þar. Við þögðum líka þegar danska orðið fyrir franskar kartöflur var bara þvílíkt rangt stafað að við þekktum það ekki. Reyndar unnum við þann leik þar sem við áttum að para orð fyrir franskar kartöflur á mismunandi tungumálum við rétta landið.... fengum 11 af 15 rétt. Ef við hefðum ekki rústað þessu svona þvílíkt þá hefðum við kannski gert mál út af rangri stafsetningu.
Af Ómari er bara allt gott að frétta. Hann er byrjaður á nýrri vakt í vinnunni sem er frá 4 á morgnana til 1 á daginn þannig að hann er farinn í háttinn um átta leytið á kvöldin. Við sjáumst þess vegna ekki mikið í vikunni því yfirleitt kem ég úr skólanum milli 6 og 7. Hann er þó með frí allar helgar sem er þvílíkur munur. Hann fílar þetta mjög vel því þetta gefur honum tíma í stúdíóinu sínu á daginn án þess að vera með samviskubit yfir því að vera ekki með mér því ég er í skólanum. Reyndar verður hann að vinna upp í skóla næstu 6 vikurnar því hann er að leysa af fyrir vin sinn sem er í fæðingarorlofi.
Skólinn hjá mér gengur bara vel. Ansi mikð að gera á tímabilum en það eru bara 6 vikur eftir þegar spring break er búið. Gengur bara mjög vel í klíníkinni og er ég alveg viss um að þetta er eitthvað sem ég á eftir að fíla að gera. Það eru svo margar leiðir sem maður getur farið í þessu og ég hef áhuga á svo mörgu, en ég er alveg viss um hvað ég vil ekki fara út í. En maður á aldrei að segja aldrei og það er gott að fá smá reynslu þó svo að maður verði ekki að vinna á því sviði.
Jæja, nú er nóg komið af rambli í mér. Kannski ég bloggi bara fljótlega næst svo ég fái ekki svona bloggræpu aftur....
Vonandi hafið þið það sem allra, allra best.
-Ragna L.
5 Comments:
Flott hjá þér elskan! Fer inn daglega og var orðin leið á february 7.
Njóttu þess að vera í fríi og slakaðu á. Allir hér í Dalalandinu biðja að heilsa.
Ástarkveðja
Mamma
Hæ hó, skemmtilegt blogg. Allt gott að frétta úr Köben. Þráinn fékk sér tattoo í dag, hef aldrei séð hann svona stressaðan. Núna finnst honum hann algjör hetja ;) Ætla að fara út að hlaupa.
Bæbæ
Hæ hæ,
Alltaf gaman að lesa bloggið þitt. Ég er þvílíkur aðdáandi !
Kveðja
Silja (sem er að drukkna í íslensku nammi sem leyndist í töskunni hjá tengdó)
Hæ! Early intervention er snemmtæk íhlutun. Líst vel á þetta með 3 ruslapoka af fötum....er að reyna að vinna í því sama hérna í litla plássinu:O) Gangi þér vel með síðustu metrana á þessari önn! Bestu kveðjur
Seljan
Hæ hæ Ómar og Ragna Laufey
Hjartanlegar hamingjuóskir með afmælið í dag Ragna Laufey :)
Njóttu dagsins!
Mbk, Thelma
Post a Comment
<< Home