Thursday, May 15, 2008

Þá er það næstum búið

Er ekki alveg að ná því en önnin er barasta að verða búin. Klíníkin búin og síðasti tíminn var í gær, miðvikudag. Það eina sem er eftir er eitt próf á mánudaginn og svo heimapróf sem ég á að skila á miðvikudaginn. Hefði getað endað þannig að vera í 3 lokaprófum á mánudeginum en 2 bekkirnir eru þannig að það eru 5 próf yfir önnina en það er bara meðaltalið af 4 sem telja. Ég var svo dugleg alla önnina að ég þarf ekki að taka síðasta prófið því ég enda með 9.7 og 9.8 í bekkjunum..... vííííí´íííííí´í........

Byrja svo að vinna í næstu viku. Er svo heppin að geta farið aftur í gömlu vinnuna mína yfir sumarið. Verð í því að hjálpa við að setja upp ný ´case´og  þjálfa nýtt fólk. Ætla svo að reyna að halda einvherjum tímum í vinnunni á næstu önn því ég verð ekki með eins margar einingar og þessa önn.

Sumarið er nú komið til að vera..... 38 stiga hiti í dag sem er nú kannski aðeins of mikið af því góða. Maður reynir bara að halda sig innan dyra í vel loftkældri íbúð.

Jæja, ég ætla að fara að kæla mig niður og fá mér frostpinna...... væri svo til í grænan Hlunk núna. Það er ekkert sem kemur nálægt því hérna:(

Vona að sumarið sé komið hjá ykkur líka.

Ragna

3 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Gott að heyra að skólin sé að klárast hjá þér ! Til hamingju með flottar einkunnir...ekki við öðru að búast frá þér !!
Það er komið sumar hjá mér, var í 7og 1/2 tíma pikniki í gær...frekar næs. Reyndar ekki 38°c hjá mér, meira svona 20°og eitthvað gráður.
Kveðja
Silja

Friday, May 16, 2008 6:08:00 AM  
Anonymous Anonymous said...

Til hamingju með einkunnirnar og annarlokin vinkona ...þetta er alltaf jafn ljúf tilfinning :)

Talandi um veður ...ég borðaði út á svölum eitt kvöldið í vikunni, þurfti hvorki að vera í úlpunni né að halda niðri öllu lauslegu. Það gildir alveg pínu sem sumarstemning... erð'aggi?

Hilmz

Saturday, May 17, 2008 2:50:00 AM  
Anonymous Anonymous said...

Hæ elskan!
Gott að þetta er að klárast hjá þér. Samgleðst þér. Ég skal reyna að senda þér grænan hlunk hahaha
Hann gæti verið í öðru ásigkomulagi en þú býst við. En þar sem þitt 3. nafn er : Pollýanna þá kippir þú þér ekki upp við það. Er það nokkuð?
Ástarkveðja
Mamma

Tuesday, May 20, 2008 5:25:00 PM  

Post a Comment

<< Home