Thursday, June 23, 2005

blogg, blogg, blogg....!!!

Já, alveg rétt!! Ég er með bloggsíðu.... hmmm...!!!

Allt bara gott að frétta af okkur... eða svona næstum því. Aðalfréttirnar eru kannski þær að við erum á leiðinni til Íslands bara núna næstu helgi. Ekki beint skemmtiferð samt. Ómar þarf nefnilega að fara í aðgerð... það hefur verið eitthvað vesen með nýrun hjá honum síðustu mánuði og læknarnir á Íslandi ætla víst eitthvað að laga það hjá honum. Planið var að ég myndi verða eftir hérna en svo gat ég kríað út nokkurra daga frí þannig að ég flýg með Ómari til Ísl. 2. júlí og svo tilbaka 9. Ómar verður svo eitthvað lengur. Fer allt eftir því hvað læknarnir gera við hann.

Allt annað gengur bara vel. Veðrið hérna búið að vera meira en minna skrýtið. Heilir 3 rigningardagar búnir að vera í júní og fólk man bara ekki annað eins.... En þetta er allt að koma og hitinn komin upp í rúm 30 stig og maður næstum farin að bölva honum. Er voðalega mikið að reyna að finna upp á einhverju skemmtilegu að segja frá en það er bara ekki neitt.
Var að setja heilar 12 myndir inn á myndasíðuna www.picturetrail.com/ragnalaufey Sem eru mest spennandi myndirnar frá janúar til júni !?!
Vonandi hafið þið það bara gott og kannski hitti eg á ykkur á Íslandi ef timi leyfir