Wednesday, May 21, 2008

Vúhúuuúuú....... Skólinn búinn!!!!!!!
Kláraði allt á miðnætti á þriðjudaginn. Skilaði heimaprófinu á netinu meira að segja rúmlega 12 tímum fyrir skilafrest. Ágætis tilbreyting það. Er nefnilega alltaf á síðustu stundu með allt svona og er að skila á síðustu mínútu. Deginum í dag var bara eitt í allskonar  útréttingar. Byrja ekki að vinna fyrr en á Þriðjudaginn því það er frídagur á mánudaginn þannig að planið er bara að slappa smá af og njóta veðursins og kannski komast í smá Eurovision fíling.

Best að halda áfram að horfa á American Idol....

RL

Thursday, May 15, 2008

Þá er það næstum búið

Er ekki alveg að ná því en önnin er barasta að verða búin. Klíníkin búin og síðasti tíminn var í gær, miðvikudag. Það eina sem er eftir er eitt próf á mánudaginn og svo heimapróf sem ég á að skila á miðvikudaginn. Hefði getað endað þannig að vera í 3 lokaprófum á mánudeginum en 2 bekkirnir eru þannig að það eru 5 próf yfir önnina en það er bara meðaltalið af 4 sem telja. Ég var svo dugleg alla önnina að ég þarf ekki að taka síðasta prófið því ég enda með 9.7 og 9.8 í bekkjunum..... vííííí´íííííí´í........

Byrja svo að vinna í næstu viku. Er svo heppin að geta farið aftur í gömlu vinnuna mína yfir sumarið. Verð í því að hjálpa við að setja upp ný ´case´og  þjálfa nýtt fólk. Ætla svo að reyna að halda einvherjum tímum í vinnunni á næstu önn því ég verð ekki með eins margar einingar og þessa önn.

Sumarið er nú komið til að vera..... 38 stiga hiti í dag sem er nú kannski aðeins of mikið af því góða. Maður reynir bara að halda sig innan dyra í vel loftkældri íbúð.

Jæja, ég ætla að fara að kæla mig niður og fá mér frostpinna...... væri svo til í grænan Hlunk núna. Það er ekkert sem kemur nálægt því hérna:(

Vona að sumarið sé komið hjá ykkur líka.

Ragna