Sunday, February 27, 2005

Myndasíða Ómars

Ég vildi bara gefa ykkur upp heimasíðuna hans Ómars. Hann lætur alltaf reglulega inn nýjustu myndirnar sínar og tekur gamlar út þannig að hún ætti alltaf að vera að breytast. Það eru líka nokkrar eldri myndir eftir hann inni á minni myndasíðu. Er á planinu að hanna "almennilega heimasíðu" fyrir hann...... verður örugglega gert þegar það fer aðeins að róast í skólanum hjá honum. Var einmitt að skutlast með helling af efni niður í skóla í dag þar sem næsta verkefni hjá honum er að mála á næstum 2 m. háan striga. Komum því náttúrulega ekki í bílinn þannig að hann verður að smíða striga niðrí skóla og bara hafa myndina þar. Gætum kannski reddað bíl einhvern tímann seinna til að flytja hana aftur heim ef þess þarf. Annars fékk hann stúdíóaðstöðu í skólanum þessa önnina þannig að ég er búin að endurheimta helminginn af stofunni (eða svona næstum því). Allavegana er minna af málningardóti og engin málningar og terpentínulykt þessa dagana:).......
Kann ekki ennþá að gera svona link til hliðar eins og hinir "vönu" bloggarar, reyni að finna út úr því seinna:)
www.picturetrail.com/omarthor

Saturday, February 26, 2005

....jahérna hér.... bara bloggað daginn eftir fyrsta bloggið!!!! Þetta lofar bara góðu:) Vill bara afsaka fyrirfram að þetta verður örugglega ekkert skemmtilegt blogg og neinar miklar heimspekilegar hugleiðingar eins og hjá öðrum bloggurum sem ég þekki. Aðallega hugsað svona fyrir fjölskyldu og vini sem að vilja svona nokkurn veginn vita hvað maður er að gera hérna í Ameríkunni. Eins og þið sjáið á fyrirsögninni á blogginu þá er þetta blogg einnig Ómars (ég veit, frekar hallærisleg fyrirsögn en mér datt bara ekkert sniðugt í hug). En einhvern veginn segist mér hugur um að Ómar eigi ekkert eftir að blogga neitt mikið þannig að þið verðið bara að þola bullið í mér.
Annars höfum við það bara ágætt hérna. Ég er nýbúin að skipta um vinnu og líkar bara vel. Ég er að gera alveg það sama og áður, sem sagt vinna með einhverfum börnum, en bara hjá öðru fyrirtæki. Ómar er loksins hættur hjá Home Depot og þarf sem sagt ekki að syngja búðarsönginn klukkan 4 á sunnudagsmorgni eins og hann þurfti að gera einu sinni í mánuði .... Hann fékk vinnu í listagalleríinu í skólanum sem er alveg ábyggilega skemmtilegri vinna fyrir hann. Það er líka minni vinna og svo getur hann líka lært eitthvað á meðan.

Svo maður sé nú alveg ekta íslendingur þá verða líka að koma smá veðurfréttir. Undanfarið er búið að vera svona um 15 til 20 stiga hiti og svona rigning annars lagið. Samt ekkert á við í suður Kaliforníu þar sem allt er á floti. Að vísu kom svona hvirfilbylur á nokkrum stöðum hérna í næstu hverfum í vikunni og rifu upp trukka og tré, en ég varð náttúrulega ekki var við neitt eins og vanalega.

Var að setja inn nýjar myndir á myndasíðuna mína.... það er nú meiri dugnaður í stelpunni hljótið þið að hugsa...... þetta eru reyndar bara myndir síðan úr Íslandsferðinni, er bara ekki með neitt nýrra. Maður er svo voðalega lélegur að taka myndir nú orðið. www.picturetrail.com/ragnalaufey

Bæjó,

Ragna

Friday, February 25, 2005

Bara smá prufa

Hæ, hæ, bloggheimar........
Ég vildi bara prufa smá blogg. Er búin að hugsa um að gera þetta mjög lengi en var víst búin að mikla þetta svolítið fyrir mér en þetta er víst rosalega auðvellt. Lofa samt engu um framhaldið og reglulegu bloggi.

Ragna