Tuesday, January 01, 2008

Gleðilegt nýtt ár!!!

Nú kom að því að frúin fékk andann yfir sig til að blogga aðeins. Búin að safna krafti yfir allar hátíðarnar. Mikið borðað og sofið og.......... ekki neitt mikið meira. Ætlaði náttúrulega að skrifa svona jólakveðju blogg fyrir jól en....hmm... þannig að nú kemur það. Vonandi áttuð þið öllu frábær jól og góð áramót. Takk fyrir gömlu árin.

Það er mikið búið að gerast hjá okkur hérna síðasta árið og margt nýtt og spennandi fram undan. Ég fór til Íslands rétt fyrir páska til þess að vera við fermingu Óla bró og náði þess vegna að hitta næstum alla fjölskylduna í einu lagi. Það gerist yfirleitt aldrei að maður nái að hitta alla þegar maður fer heim því tíminn flýgur áfram í Íslands ferðum.

Í júlí heimsóttum við frænda hans Ómars og fjölskyldu í Norður Karólínu þar sem foreldrar hans, Einar og Trisha voru líka. Þar eyddum við langri helgi í góðri afslöppun á milli þess að fara gönguferðir í fjöllunum í kring.

Í ágúst komu svo mamma, pabbi og Óli og voru hjá okkur í næstum tvær vikur. Við fórum í stutta ferð í Santa Cruz þar sem ætlunin var að liggja á ströndinni en hitastigið var ekki alveg eftir pöntun þannig að það var minna um sólböð en bara meira um skoðunarferðir. Þau unnu þó upp sólbaðstíma þar sem fluttu út í sundlaug hérna úti þegar við komum tilbaka.

Í september byrjaði svo skólinn og var ég í mjög spennandi bekkjum; Assessment procedures, Central auditory processing disorders, Advanced child language disorders, Aquired neurogenic disorders og Inroduction to clinical practice. Önnin var mjög skemmtileg og sérstaklega þegar svo kom í ljós að ég hafi komist inn í masters prógrammið eftir að nefndin hafði náttúrulega tekið sér extra langan tíma til að ákveða hverjir komust inn. Þannig að loksins byrja ég svo í þessu langþráða mastersnámi núna í enda janúar.

Þessi önn var sú síðasta hjá Ómari þannig að hann útskrifaðist núna um jólin. Mestur tíminn hjá honum þessa önnina fór í að vinna að lokasýningunni hans sem var um miðjan nóvember. Hún heppnaðist alveg rosalega vel og var sérstaklega skemmtilegt að mæður okkar skutust hingað til þess að vera viðstaddar. Þær voru hérna hjá okkur í eina viku og þar sem þessi ferð var skilgreind sem MENNINGAR ferð þá drógum við þær með okkur til San Francisco að skoða MOMA þar sem Ólafur Elíason var með sýningu. Þá var líka farið í menningarferðir í ýmis moll og outlet.

Jólin hjá okkur voru mjög góð. Á aðfangadag elduðum við hangikjöt með uppstúf og alles og höfðum meira að segja malt og appelsín sem toppaði máltíðina. Ég reyndi við baunasúpuna góðu í annað sinn og verð ég að segja að hún heppnaðist bara mjög vel. Varð aðeins fyrir suður amerískum áhrifum hérna í Kaliforníu þannig að hún var í sterkari lagi:) Hún verður samt aldrei eins góð og hjá mömmu.

Skólinn hjá mér byrjar ekki fyrr en í endaðan janúar þannig að næsti mánuður verður bara mjög rólegur. Hætti í vinnunni 16. janúar svo ég geti einbeitt mér 100% að skólanum næstu annirnar. Maríanna og Þráinn koma svo 17. jan og verða í rúmlega viku. Planið er að fara eitthvað upp til Lake Tahoe að brettast og svo verður örugglega eitthvað um fleiri menningarferðir.

Vonandi hafið þið það sem allra best á nýju ári.

Ragna Laufey

ps. Ómar er með myndasíðu á www.picturetrail.com/omarthor
Hann er líka með bloggsíðu á www.omarthor.blogspot.com
Hann er svipað aktífur í að blogga eins og ég, ef ekki verri, þannig að ekki búast við miklu:)