blah...blah.... blah...!!!
Er í smá sjokki hérna. Er svona smá saman að aðlagast skólaumhverfinu og komast inn í hlutina. Er búin að komast að því að í flestum bekkjum þá eru nemendurnir algerlega mataðir af upplýsingum. Til dæmis í einum heyrnarfræði bekknum mínum þá eru próf á hverjum þriðjudegi og svo 4 stór próf yfir önnina. Fyrir hvert próf þá fer kennarinn yfir það hvað verður á prófinu.... ég er ekki að grínast... hann beinlínis gefur okkur spurningarnar og svörin fyrir fram þannig að það eina sem fólk þarf að gera er að læra svörin utanað. Og auðvitað fá náttúrulega sem flestir A á prófunum. Svo fyrir síðasta þriðjudagspróf þá hafði kennarinn ekki tíma til að fara yfir það sem að yrði á prófinu og fólk fór algerlega í panik. Er búin að heyra af nokkrum svona bekkjum í prógramminu en svo eru náttúrulega kennarar eins og stam kennarinn minn sem að sagði okkur í fyrsta tíma að honum væri nákvæmlega sama hvaða einkunn við endum með... að það sýni ekkert hvað við eiginlega kunnum. Og er sko aldeilis ekki að að gefa okkur neinar vísbendingu um hvað verður á prófunum. Eitt neikvæða við hvað það er auðvelt að fá góða einkunn í sumum bekkjum er að þegar það kemur að því að fólk sækir um Masters prógrammið þá er það miklu meiri samkeppni því allir eru með góðar einkunnir og maður verður að vera með eitthvað auka til þess að eiga möguleika á að komast inn. Ég þarf að sækja aftur um masters prógrammið næsta haust þegar ég er búin með 'undergraduate' bekkina sem mig vantaði. Það eru bara 15 pláss en um 60 til 80 manns sem að sækja um. ÚFFFF.....!!!!!! Verð bara að vona það besta:)
Annað mál er að allir sem að fara í gegnum prógrammið verða að taka heyrnar og tal próf. Ef að það kemur upp að það er eitthvað að annaðhvort heyrn eða tali þá þurfa þeir að gera eitthvað til þess að laga það til þess að geta unnið sem heyrnar eða talmeinafræðingar hér, þá annaðhvort með heyrnartækjum eða talþjálfun. Ein þýsk vinkona mín sem er með mér í einum bekknum kom til mín í vikunni og sagðist hafa fallið á talprófinu af því að hún er með þýskan hreim. Hún hefur búið í Bandaríkjunum síðan hún var 12 ára og er með mjög lítinn hreim.... sko engann miðað við mig. Hún þarf örugglega að taka 'accent reduction class', það er bekk sem á að laga eða minnka hreiminn. Þannig að það lítur allt út fyrir það að ég þurfi líka að taka þann bekk á næstu önnum, tek örugglega prófin í vor.
Mér hefur alltaf fundist hreimur aðlaðandi sama hvaða tungumál er talað, það er ef manneskjan getur gert sig skiljanlega þrátt fyrir hreiminn. Aðal vandamálið er flæði tungumálsins. Ég efast nú um að það sé hægt að losa mig alveg við íslenska hreiminn en það er kannski bara pósitíft að laga hann aðeins;-)
Þetta var það helsta....
...þeir sem nenna að lesa þetta allt saman fá sérstök verðlaun:)
Ragna Laufey