Thursday, February 07, 2008

Ómar MacGyver

Ég er alltaf að komast að því meira og meira hve hæfileikaríkum manni ég er gift. Lenntum í því að læsa okkur út úr íbúðinni á þriðjdaginn.  Já, ég veit algerir lúðar..... um leið og við lokuðum hurðinni á leiðinni út uppgötvuðum við að hvorugt okkar vorum með lykla.... ekki einu sinni bíl lykla. Og í staðinn fyrir að borga fyrir lásasmið þá klifraði Ómar upp á svalirnar og braust inn í gegnum svalahurðina með grillbursta...... og vír úr kattasandskassa. Tók 10 mínútur og við vorum meira að segja með spýtukubbinn fyrir svalahurðinni sem á að koma í veg fyrir að hægt sé að renna henni til hliðar og komast inn. Spöruðum okkur náttúrulega lásasmið en það neikvæða er að nú veit ég hversu auðvelt er að brjótast inn í íbúðina, sérstaklega þegar áhöldin eru til staðar á svölunum. Nú er grillburstinn geymdur inni ásamt öllu því sem mögulega hægt væri að brjótast inn með. Ég efast um að það sé hægt að nota útigrillið sjálft eða þá hvítu plaststólana sem ´innbrotsáhöld´. Nýju, fínu stólarnir og sólbekkirnir tveir sem ég fékk í Target fyrir 5 dollara eru enn inni í stofu og bíða bara eftir vorinu:)

Annars er allt bara í gúddí.... er búin með ´lesson plönin´fyrir næstu viku og er bara tilbúin í slaginn. Fer á ráðstefnu upp í skóla allan daginn á morgun og vonandi verða þetta áhugaverðir fyrirlestrar. Það verða líka alls konar fyrirtæki, skólar og spítalar með bása á staðnum til þess að reyna að ´múta´okkur nemunum með alls konar gjöfum og loforðum ef við komum til þeirra þegar við erum útskrifuð. Það verður vonandi áhugavert.

Vonandi hafið þið það gott farið vel með ykkur í snjónum á Íslandinu. 

Monday, February 04, 2008

Fabulous Foursome

Ég trúi því ekki að skólinn sé byrjaður. Fríið var alveg æðislegt og það var alveg frábært að fá Maríönnu og Þráinn í heimsókn. Við náðum að gera margt skemmtilegt og meira að segja að slappa af. Við Maríanna gerðum góða hluti á brettunum í brekkunum í Tahoe eftir að hafa komist “við krappan leik” upp eftir á keðjum á auðum veginum, vorum rignd niður í San Fran og vorum með nefið ofan í líkömum af dauðu fólki. www.bodiestheexhibition.com .Set kannski inn myndir við tækifæri....

Skólinn byrjaði í síðustu viku og líst mér bara nokkuð vel á það sem er fram undan. Er að taka 17 einingar þessa önnina sem er víst nokkuð mikið á fyrstu önn í mastersprógramminu. En ég er viss um að þetta reddast alveg eins og síðustu tvær annir. Bekkirnir eru: Multilingual language disorders, Motor speech disorders, Aural rehabilitation, Methods in Speech I, Methods in Language I, Speech clinic I, Language clinig I og Hearing screenings. Klíníkin hjá mér byrjar ekki fyrr en í næstu viku en ég er nú þegar komin með 3 manneskjur sem ég verð að vinna með þessa önnina. Verð með einn 78 ára mann með heyrnarskerðingu sem ég að hjálpa með varalestur og fleira. Verð með annan 10 ára strák sem er með central auditory processing disorder (er ekki með íslenska þýðingar á frekar mörgu þannig að þið verðið að afsaka enskusletturnar!!!). Svo verð ég með 6 ára strák í framburðarþjálfun. Á bara eftir að fá einn í viðbót. Á að vera með útlending í þjálfun við að laga hreim…..jáhá.... það á eftir að verða áhugavert..... Er orðin svolítið stressuð út af þessu öllu saman en um leið er þetta voðalega spennandi og ég get varla beðið eftir að henda mér í þetta allt saman.

Við fjórar vinkonurnar komumst að því að við erum bara nokkuð frægar innan deildarinnar. Málið er að við vorum fjórar sem komumst inn núna á vorönninni. Við erum allar búnar að taka bachelor bekkina á meiri hraða en fólk gerir venjulega og búnar að taka nokkra masters bekki án þess að vera formlega inn í prógramminu og erum að taka síðustu BS bekkina þessa önnina. Þannig að við vorum í rauninni teknar fram yfir fólk sem tók allt í réttri röð, útskrifuðust síðasta vor og biðu aukaönn á haustönninni. Maður finnur alveg fyrir því að sumum er ekkert svakalega vel við okkur og finnst við hafa orðið til þess að bekkjarfélagar þeirra komumst ekki inn. En hey.... svona er þetta bara...!!!! Fyrsta daginn í skólanum þá fórum við niður á klíníkina til að komast að því hvernig skjólstæðinga við myndum verða með. Þá hittum við eina stelpu sem er lengra komin og við kynntum okkur sem fyrstu annar nema, þá svaraði hún “ohhhh….. you guys are the famous fabulous foursome with a 4.0”. Þannig að við erum komnar með súperhetjunafn á grúppuna okkar. Frekar flott!!!!

Af Ómari er allt gott að frétta. Hann er að reyna að koma upp nýja studioinu sínu. Fær að vera í “bílskúr” í garðinum hjá einum af fyrrverandi kennara hans. Þarf reyndar að gera svolítið mikið fyrir skúrinn. Byrjaði með moldargólf og holur í veggjunum en þetta er víst allt að koma saman. Ómar er búin að vera á bleiku skýji síðan í gær eftir að hann fékk símtal frá Scarlett Johansen þar sem hún var að segja honum að kjósa Obama á morgun. Reyndar var þetta auðvitað bara upptaka af henni en hann fékk samt símtal frá Scarlett Johansen og hann ætlar að kjósa á morgun. Er ekki viss um hvort nýja vinkona hans hafi gert útslagið☺

Vonandi hafið þið það sem allra best og borðið ekki yfir ykkur af saltkjöti og baunum (ummm... væri alveg til í svoleiðis núna, hef ekki fengið svoleiðis í næstum 10 ár held ég bara)