Jæja, ég komst heim heilu á höldnu eftir mjög svo vel heppnað frí á Íslandi.
Ætla að blogga meira um það seinna og meira að segja að setja inn myndir.!!!!
Þó svo að það hafi verið voða gott á Íslandi þá er líka voða gott að vera komin heim í rútínuna. Næsta eina og hálfa vika verður samt algert brjálæði. Þarf að vinna upp þessa 2 daga sem ég missti úr.... próf næsta mánudag og þá verð ég líka að gera mína fyrstu heyrnarmælingu með öllum tækjum og tólum. Svo er líka próf á fimmtudaginn og þá á ég líka að skila stóru verkefni og vera búin að ákveða rannsóknarefni fyrir einn tímann.... þannig að..... ekkert blogg fyrr en þetta er allt búið.