Jæja, nú er bara ágætlega viðburðar ríkri helgi að verða lokið og ég með harðsperrur dauðans. Spiluðum okkar fyrsta softball leik á föstudags kvöldið og það gekk bara framar öllum vonum. Nei, við unnum ekki en við töpuðum ekki mjög stórt. Vorum reyndar undir allan tímann en ekki með miklu.... Já, ég veit, þetta er voða Pollýönnulegt en svona erum við reyndar öll í vinnunni. Við vinnum við að hrósa börnunum allan daginn og alltaf verið að einblína á það pósitífa... þannig að það er ekkert skrýtið að þetta smitist út. Hinu liðinu fannst við örugglega vera voðalega skrýtin.... en þetta var alveg voðalega gaman. Ómar skemmti sér meira að segja mjög vel.... Ég nefnilega dró hann eiginlega í liðið. Við spilum nefnilega í blandaðri deild og okkur vantar alveg hrikalega meiri stráka. Reglurnar eru þannig að við verðum að vera með að minnsta kosti 4 stelpur í liðinu til þess að geta verið í þessarri deild og það er bara einn strákur sem vinnur hjá fyrirtækinu. Höfum heyrt af hinum liðunum sem eru með kannski 10 stráka og 4 stelpur en við erum meiri hlutinn stelpur og 4 til 5 strákar þannig að þetta lítur ekki vel út.... það er náttúrulega bara staðreynd að strákarnir eru betri, eða svona flestir:) Það hlýtur samt að vera alger brandari að horfa á þetta.... sérstaklega okkur Ómar. Við erum að reyna að koma inn sér íslenskum stíl inn í amerískan softball sem lítur þannig út að Ómar er eins og Happy Gilmore þegar hann sveiflar kylfunni og ég lít út eins og ég sé að spila badminton (að vísu með báðum höndum)..... en.... ég hitti boltann alltaf nema einu sinni sem að kallast víst mjög gott:)
Á laugardagsmorguninn fór ég svo með nokkrum í vinnunni til Pleasanton sem er rétt austan við San Fran til að taka þátt í Walk Now for Autism. Þetta er ganga til stuðnings og fjáröflunnar fyrir rannsóknir á einhverfu. Vinnan mín safnaði rúmum 6 þús. dollurum á síðustu mánuðum sem fer beint til þessarra samtaka. Þetta var mjög gaman. Mörg hundruð fjölskyldur barna með einhverfu og fólks sem vinnur með þeim dagsdaglega voru þarna saman komin og það var svaka stuð á öllum... alveg æðislegt að fylgjast með þessu. Eina neikvæða var að ég brann svolítið á nebbanum og í hársverðinum og er með nokkuð flotta bændabrúnku eftir daginn.
Heillaráð vikunnar: Aldrei geyma gúmmíbangsa nammi í bílnum í 35 stiga hita. Það hefur tendens til að bráðna og leka yfir allt, eins og til dæmis síma, lykla, föt og yfir allt farþega sætið:)
Ragna