Wednesday, March 23, 2005

Mér finnst rigningin góð.... nanananana.....!!!

Ég er búin að komast að því að ég er alveg hundleiðinlegur bloggari. Hélt kannski að ég gæti gert þetta og komið með skemmtilegar sögur og heimspekilega punkta....en...nei.... Kannski er þetta bara eitthvað sem maður þarf að venjast. Þegar ég spurði eina góðvinkonu mína, sem heldur uppi mjög interessant og skemmtilegu bloggi, ráða, þá sagði hún að mig vantaði að sitja í strætó í Danmörku til að fá"inspirasjón". Það getur nú vel verið, en nóg er nú tíminn til kreatífra hugsanna á þessum rúmlega 2 og hálfum tímum sem ég eyði í bílnum mínum til, milli og frá vinnu á degi hverjum og það án útvarps!!!!! Ég hlýt að vera svona líka rosalega skemmtileg að ég bara hef ekki tíma til að koma með hugmyndir að skemmtilegu bloggi. Ein ástæðan gæti líka verið sú að ég lifi bara ekki svo spennandi lífi að það er úr littlu sem engu að taka
.....hmmmmm....?!?

Svo maður byrjar á því sem að allir Íslendingar spyrja fyrst um þegar maður hittir eða talar við þá. Það er búið að rigna eldi og brennisteini hérna í heila viku og allir fréttatímar eru yfirfylltir af "stórfréttum" um aumingja fólkið sem að þurfti að taka upp regnhlífina og hlaupa úr bílnum inn í mollið eða skyndibitastaðina og um grein sem að brotnaði af tré í Capitol Park. Að vísu lennti ég í einu sem gæti verið alveg álíka fréttnæmt. Ég þarf að keyra í hálftíma á nokkurs konar sveitavegi á hverjum degi til að komast frá "morgun stráknum mínum" "til eftir hádegi stráksins". Finnst það venjulega alveg ágætlega gaman því það er smá tilbreyting frá hraðbrautunum og svo fer vegurinn í miklum hlykkjum fram hjá sveitabæjum með hestum og kúm, sem maður sér nú voða lítið af hérna. Í dag þegar ég var komin svona einn þriðja af leiðinni keyrði bíll á móti mér fullur af fólki sem að veifuðu alveg ósköp. Og ég, sem er orðin svo rosalega veraldarvön og eftir að hafa hlustað á marga fyrirlestra, stoppaði náttúrulega ekkert fyrir þau. horfði bara snobbuð fram á veginn. Ég nebblega lærði af mistökum mínum sem ég gerði nokkrum mánuðum eftir að ég flutti hingað þegar ég ætlaði að vera svo góð að gefa einum herramanni leiðbeiningar og gekk að bílnum og kom svo í ljós að þegar maðurinn kveikti ljósið í bílnum að hann var á mjög svo smart tiger g-streng einum fata... og já auðvitað hermannaklossum. Fannst þetta náttúrulega alveg ógeðslega fyndið fyrst en svo eftir á þá komst ég að þeirri niðurstöðu að þetta væri nú bara ekkert svo sniðugt því hann hefði léttilega bara getað togað mig inn um gluggann ef hann vildi. En nóg um það. Ég keyrði í svona 5 mín. í viðbót og sá að það var búið að flæða yfir veginn. Ég náttúrulega hata það að vera sein og tók þá ákvörðun að bara drífa þetta því ég yrði örugglega hálftíma of sein í vinnuna ef ég snéri við og færi aðra leið.... en þegar ég sá að vatnið var alveg vel yfir dekkin og fann bílinn aðeins kippast til þá óskaði ég þess nú að hafa snúið við... en bíllinn okkar er búin að ganga í gegnum margt þannig að þetta fékk ekkert á hann. En allavegana þá lærir maður af mistökunum og fer ekki þessa leið í rigningu...... og þetta hálfruglaða fólk í bílnum var bara að vara mig við....
Annars hef ég nú eiginlega ekkert á móti rigningunni núna. Því ég veit að innan fárra vikna verður maður bölvandi hitanum og vill gera hvað sem er fyrir nokkra rigningardaga.

Bless þangað til næst,

Ragna

Saturday, March 05, 2005

Jæja..........

Jæja, ég vissi nú alveg að þetta myndi gerast. Ekkert búið að blogga í heila viku. Það er nú svo sem ekkert spennandi búið að gerast. Bara búin að vera í vinnunni svona annars lagið. Einn strákurinn er búin að vera veikur og er bara búin að fara í einn dag til "nýja stráksins". Hann er alveg nýr í prógramminu og nýgreindur þannig að það var ekki alveg búið að hanna það alveg fyrir hann. Það verður samt örugglega mjög spennandi að vinna með honum því þetta er fyrsta barnið sem ég vinn með sem er næstum altalandi og hann er alveg yndislegur. Segir "please" og "thank you" við öllu saman. Sé fram á að hann muni gera rosalega vel og taka hröðum framförum. Hinn strákurinn, Jonah, er ég búin að vera að vinna með í næstum ár hjá gamla fyrirtækinu. Þau fluttu sig yfir á svipuðum tíma og ég svo ég geti haldið áfram með hann, sem er alveg æðislegt. Það er búið að endurhanna prógrammið fyrir hann og mér líst rosalega vel á. Nokkur atriði sem ég var svo ósammála með hjá hinu fyrirtækinu hefur verið breytt.... þannig að það er líka rosalega spennandi. Byrja á fullu í næstu viku. Verð bara með þessa tvo en samt fleiri tíma enn hjá ABC og betur borgað:) Þar var ég með 3 börn. Er voðalega sátt við það, þá er minni keyrsla og svo getur maður einbeitt sér meira af bara þeim. Verð alltaf fyrir hádegið hjá Blake og eftir hádegið hjá Jonah.

Af Ómari er allt gott að frétta. Hann hætti í Home Depot um síðustu helgi, þannig að hann er núna heima flest kvöld í vikunni og um helgar. Hefur verið að vinna flestar helgar síðustu 2 árin og aldrei komið heim fyrr en oftast um 9 til 11 leytið á kvöldin í vikunni. Núna hefur hann náttúrulega miklu meiri tíma til að mála og getur meira að segja stundum slappað aðeins af á kvöldin þótt hann eigi svolítið erfitt með það svona fyrst, en ég er náttúrulega alger meistari í afslöppun fyrir framan sjónvarpið þannig að ég mun þjálfa hann upp:) Tókst að láta hann horfa á fyrsta þáttinn af "America´s Next Topmodel" nú í vikunni og fannst honum það náttúrlega alger snilld. Þannig að það er nú sett í "season pass" í TiVo. Þetta TiVo er náttúrulega alveg frábært. Þetta er svona tæki fyrir sjónvarpssjúklinga eins og mig. Ég stilli bara inn uppáhaldsþættina mína, sem eru margir um þessar mundir, og það tekur allt upp fyrir mig og engar auglýsingar!!!!!

En jæja, ætli það sé ekki nóg komið af bulli í þetta sinn.

Ragna