www.picturetrail.com/ragnalaufey
Ómar og Ragna í Kaliforníu
Tuesday, May 29, 2007
Víhíiííi.... Prófin eru búin!!!!! Kláraði prófin á fimmtudaginn og veit ekkert hvað ég á af mér að gera. Höfðum langa helgi núna og ég bara hékk heima og gerði ekki neitt nema sofa, borða, lesa og horfa á sjónvarpið. Horfði á næstum heila seríu af ER sem ég hafði geymt á Tivóinu mínu eftir önnina...ohhhh... elska þetta Tívó.... hefði ekki getað lifað önnina af án þess.
Verð samt að vinna mikið í sumar og er nú þegar búið að bæta á mig þremur börnum.... en ég plana nú samt að reyna að taka mér eitthvað frí þegar mamma, pabbi og örverpið koma til mín í menningarferð í ágúst. Og kannski eitthvað í kringum 22. júlí því þá eigum við hjónin 5 ára brúðkaupsafmæli. Vása...!!!!
Aðal fréttirnar eru samt þær að ég gerðist svo stórtæk og fór í gegnum allt myndasafnið okkar og henti inn nokkrum myndum frá síðastliðna eina og hálfa ári. Ég vona að ég hafi bjargað sumrinu hjá þér eldri frænka sem alltaf ert að kvarta yfir myndaleysi.....:)
Meira seinna.....
Monday, May 21, 2007
Alveg að verða búin!!!!!
Bara eitt próf eftir á fimmtudaginn......... alveg að vera búin:)
Ég er ekki að trúa því að þessi önn sé að verða búin. Næsta helgi verður tekin í að lesa góða bók úti við sundlaug og kannski góða sumar hreingerningu, trúið mér.... það er nauðsynlegt!!!!
Verð kannski duglegri að blogga í sumar. Ómar heldur því fram að mér eigi eftir að leiðast alveg hrikalega.... en ég finn mér eitthvað að gera. Kannski bara blogg á hverjum degi... hver veit?!? Svakalega spennandi.... hmmm......!?! Verð að vinna náttúrulega eitthvað meira en ég held ég ætli bara að reyna að slappa sem mest af.
Skrifa meira seinna
Ragna