Saturday, July 29, 2006

Pollýanna er komin aftur

Hún Pollýanna stórvinkona mín hvarf í nokkra daga en er sem betur fer komin aftur. Alveg hundleiðinlegt þegar hún fer svona í burtu á þess að vara mann við. Hitinn er komin niður í rúm 30 stig og ég sit úti á nýju svölunum okkar að skrifa ritgerð um “the American Dream”.
Við erum búin að vera án svala í rúma viku og aldrei hefur okkur langað eins mikið til að grilla...!?! Fengum líka óvænta heimsókn síðustu helgi og þurftu þau að fara út á pallinn fyrir framan til að reykja. Svalirnar voru reyndar alveg að hrinja niður og það var varla þorandi að fara út á þær. Nýju svalirnar eru líka miklu stærri og svo er líka búið að taka stóra tréð úr garðinum fyrir neðan þannig að maður getur meira að segja legið í sólbaði á svölunum og horft yfir í næstu íbúð ehemm.... Það þýðir einnig að nú verðum við að passa okkur að vera ekki að striplast fyrir framan gluggann því það sést ansi mikið inn:(
Vonandi verður restin af helginni hjá ykkur góð og skemmtið ykkur á Sigurrósartónleikunum:)

Monday, July 24, 2006

Hot, hot, hot…..!!!
Ég er gjörsamlega búin að vera að kafna úr hita í allan dag. Síðustu daga er búið að vera á milli 42 til 46 stiga hiti….. ógeðslegt!!!! Hélt mig að mestu leyti innan dyra um helgina en varð víst að fara í vinnuna í dag. Fór í göngutúr með einum af gaurunum mínum klukkan hálf níu í morgun og kom svoleiðis rennsveitt tilbaka eftir korter:(. Þá vill ég heldur rigningu og rok á Íslandi, maður er þá allavegana vakandi á meðan. Núna vill maður helst bara hanga inni og ef maður þarf að vera úti þá er maður svo dasaður og ógeðslega sveittur.... ohhh lífið er svo erfitt!!!!!

Wednesday, July 19, 2006

bloggedí blogg...

.... og svo ári seinna..... Ég fékk svo mikið af skömmum þegar ég var á Íslandi núna í byrjun júlí þannig að ég þori ekki annað en að “updata” bloggið mitt. Ætla bara að gera mjög svo stóran úrdrátt af helstu atriðum síðasta árs. Ekki mjög spennandi en ég ætla nú að reyna að vera duglegri. Það eru náttúrulega allir löngu búnir að gefast upp á að kíkja hingað (ekki að það hafi nú eitthvað margir verið að skoða bloggið)... en ég lofa bót og betrun... ehemm....Ætla þá bara að byrja frá síðasta bloggi sem var fyrir rétt rúmu ári síðan.

Júlí: Já, við fórum sem sagt til Íslands. Ég náði að vera í tæpa viku. Ómar í minni aðgerð, gekk vel. Ómar varð að vera eftir til þess að fara í aðra aðgerð sex vikum seinna. Ég alein heima í Sacramento. Skemmti mér vel og komst svona líka rosalega inn í sumardagskránna í sjónvarpinu.:)

Ágúst: Mamma, pabbi og Óli komu í heimsókn og þeir sem ekki eru búin að sjá myndirnar geta kíkt á picturetrail síðuna (er á planinu að setja inn nýjar myndir....ehemm...) Ómar fór í seinni aðgerðina og gekk vel. Er eins og nýr maður með vel virkandi nýru. Ómar kom heim, gaman, gaman.

September: Silja og Hjalti komu í heimsókn. Sigurrós tónleikar í Berkley...æðislegir. Hmmm... man ekki meira

Október: hmmm!?!?

Nóvember: jáhá....?!?!

Desember: Já, jólin komu og fóru. Einar Karl kom í heimskókn yfir jól og áramót. Já, og Ómar útskrifaðist með BA gráðu en neitaði að klæðast slopp og hatti þannig að ekki eru til neinar myndir til að sanna þennan áfanga.

Janúar: aaaahhhh.... Ómar byrjaði í masters náminu. Ekkert meira merkilegt gerðist þennan mánuðinn.

Febrúar: Æji.... þetta er farið að vera vandræðalegt. Líf okkar er svo rosalega óspennandiL

Mars: Fórum á þorrablót íslendingafélagsins í San Fransisco. Svaka stuð. Fengum hákarl og brennivín. Sumir fengu kannski of mikið af öðru..... happdrættisvinningurinn í grænu flöskunni enn upp í skáp og gengur ekkert að hella því ofan í þessa fáu gesti sem að koma.

Apríl: Mínar yndislegu systur og Þráinn komu í heimsókn um páskana. Veður pöntunin hefur örugglega týnst í pósti því að það rigndi mest allan tímann sem þau voru hérna. Elfa segist aldrei ætla að koma hingað aftur... við sjáum nú til með það...!!! Fólk var sett í bolabann og allskonar önnur bönn

Maí: Íris vinkona kom í heimsókn í endaðan maí... unnið vel að brúnkunni. Moll, San Fransisco, Alcatraz, moll, Vínsmökkun í Napa, Moll, útibrúðkaup í 40 stiga hita, bændabrúnka, moll......

Júní: Dagarnir til Íslands ferðar taldir niður.

Júlí: Fórum til Íslands og náðum að vera í rétt tæpar 2 vikur. Náðum náttúrulega ekki að hitta alla en það gerist víst aldrei. Gátum þó hitt nokkuð marga. Fórum í brúðkaup til Ragnhildar og Halla daginn eftir að við komum sem var alveg æðislegt.... en enn með bragðið af humarsúpunni í munninum:) Var brunað beint af flugvellinum í klippingu og litun til systu því mér var sagt að ég mætti örugglega ekki sitja á sama borði og þær í brúðkaupsveislunni án þess að vera aðeins löguð til.
Við vorum voðalega mikið á ferðinni á milli Sandgerðis og Reykjavíkur því maður verður víst að passa sig að skipta tímanum jafnt á milli fjölskyldnaJ Náðum meira að segja að fara til Ísafjarðar eina helgina þar sem var slappað af í sumarbústað með familíunni.
Nú erum við sem sagt komin heim úr “frískandi” veðrinu á Íslandi í rúmlega 40 stiga hitann hér og lífið gengur bara sinn vanagang. Ómar að vinna og ég að vinna og svo læra.
Ciao!!