Tuesday, November 28, 2006

Verð nú bara aðeins að monnta mig.... Var að koma heim eftir að hafa fengið út úr þessu blessaða prófi sem ég “fraus” í fyrir tveimur vikum. Ég náttúrulega bjóst ekki við neinu rosalegu, var svona nokkurs konar búin að sætta mig við að vera kannski svona rétt um meðaltal svo myndi ég bara “massa” næsta próf til þess að hækka lokaeinkunina. En nei, nei.... ég fékk prófið í hendurnar og ég kom út í 98%!!!!! Að vísu náði ég mér í nokkur extra kredit stig sem voru á prófinu.... en 98%!!!!. Ég byrjaði bara að fá tár í augun þegar ég leit á prófið. Þetta helv.... próf eyðilaggði marga, marga daga þar sem ég var í frekar leiðinlegu skapi og hundfúl út í sjálfa mig yfir að hafa “klúðrað” spurningum sem ég var 100% viss á. Þegar kennarinn sýndi okkur svo hvernig einkunirnar röðuðust komst ég að því að ég var með þeim 5 hæstu af 60 í bekknum....AAAhhhhhh!!!! Núna er ég ekki með neitt samviskubit yfir að hafa keypt mér tösku um helgina.... það eru sko verðlaun:)!!!

Annars er alveg skítakuldi hérna núna. Alltaf kemur mér það á óvart að það getur orðið svona kalt hérna þannig að fyrstu vetrardagana hangi ég úti á peysunni að drepast úr kulda og hugsa “hey, ég bý í Kaliforníu. Það er EKKERT kalt, það er EKKERT kalt, það er EKKERT kalt!!!!!”. En að lokum gefst ég upp og fer í úlpuna/jakkann og set á mig trefil og vettlinga. Þetta er nú ekkert miðað við kuldann á Íslandi en það fer nú stundum niður fyrir eða nálægt frostmarki....ehemmm....!!!

Þið verðið nú að afsaka dramatíkina í mér en ég er enn að ná þessu... sjálfstraustið hefur aukist aðeins:)

Ætla að fara að fá mér popp og kók og vinna upp sjónvarpstíma

Thursday, November 23, 2006

Happy Thanksgiving

Happy Thanksgiving!!!! Úff púff.... það þýðir að það er aðeins mánuður til jóla....!!!! Er einmitt að horfa á Macy´s Thanksgiving parade í sjónvarpinu. Mikið voðalega er þetta hallærislegt en ég bara get ekki slitið mig frá sjónvarpinu. Thanksgiving í ár verður í fyrsta skipti ekta amerísk hjá okkur. Síðustu ár hef ég reynt mitt besta að elda ekta Thanksgiving mat og boðið fólki heim. Reyndar hefur það bara gengið mjög vel, fyrir utan í fyrra þegar ég gleymdi fyllingunni í ískápnum og fattaði það ekki fyrr en þegar ég var að fara að sofa um kvöldið. En það var kannski bara allt í lagi því fyllingin dugaði í mat í viku á eftir. Förum á eftir í mat til foreldra vinkonu okkar sem að búa í Manteca sem er rétt hjá San Fran. Ómar heillaði foreldra hennar víst svo mikið í brúðkaupinu hennar Lauru og Ryans núna í vor. Sérstaklega þegar hann og pabbinn fóru í “dance off” í lok brúðkaupsins. Þannig að þau vildu endilega bjóða okkur í ekta fjölskyldu Thanksgiving. Læt ykkur vita hvort það verður annað “dance off” í kvöld:)
Annars eru síðustu tvær vikur búinar að vera “kolkreisí” eins og sumir myndu segja það. Mikið að gera í vinnunni hjá mér og extra mikið í skólanum. Stórt próf og svo auka tími sem að þurfti að fara í að vera á stofunni í skólanum og fylgjast með masters nemum í vinnu. Ómar var svo með sýninguna sína í skólanum í vikunni og það gekk bara framar öllum vonum. Kennararnir stóðu upp og klöppuðu fyrir honum, sem að hefur aldrei gerst svo folk muni eftir, og einn af þeim sagðist beinlínis vera afbrýðissamur út í verkin. Ómar kom náttúrulega heim úr matinu syngjandi og dansandi. Sama kvöld kom ég heim í brjáluðu skapi úr pófinu mínu eftir að hafa stressast svo mikið að ég starði bara á blaðið í 20 mín. En það reddaðist að lokum. Vona ég:)
Að lokum vil ég óska honum Óla bró til hamingju með frumsýninguna í gær. Heyrði að það gekk svaka vel. Þannig að ef þið viljið sjá ungan og efnilegan leikara að störfum endilega drífið ykkur:)

Þessa dagana standa yfir æfingar á nýrri jólasýningu sem sýnd verður í Borgarleikhúsinu í nóv. og des. Um er að ræða söngleik þar sem öll hlutverkin eru í höndum barna og unglinga sem numið hafa við söng og leiklistarskólann Sönglist, sem starfræktur er í samstarfi við Borgarleikhúsið. Sýningin, sem nefnist RÉTTA LEIÐIN, verður fyrsta samstarfsverkefni Sönglistar og Borgarleikhússins. Rétta leiðin fjallar um Heiðrúnu Birtu mannsbarn sem hefur alist upp í Jólalandi. Hún er send til mannheima ásamt Kuggi jólaálfi til að rétta öðrum hjálparhönd og breiða út jólaboðskapinn. Í mannheimum eru undirtektir erindis þeirra ekki nógu góðar og spurning hvort Heiðrún Birta og Kuggur hafa erindi sem erfiði. Leikstjóri sýningarinnar er Gunnar Helgason.
Ástæðan fyrir þessari auglýsingu er að Óli bró er að leika í þessari sýningu, hann leikur Kugg jólaálf. Þetta er örugglega rosalega skemmtileg sýning fyrir krakka, verst að ég get ekki farið á hana Sýningarnar eru flestar á daginn á virkum dögum því verið er að stíla inná grunnskólana, en einnig eru helgarsýningar í desember. Miðaverði er stillt í hóf. Ég hvet alla til að fara á þessa sýningu. Það eru tveir leikarar í öllum hlutverkum, þannig að ykkur sem langar að sjá Óla bró verið viss um að hann sé að sýna þann dag sem þið viljið fara. Ég er með sýningarplanið hans þannig að þið getið spurt mig.

*birt með leyfi frá Maríönnu Þórðardóttur auglýsingastjóra Ólafs Þórðarsonar

Von að helgin hjá ykkur verði góð.

Ragna Laufey Þórðardóttir, umboðsmaður Ólafs Þórðarsonar í Norður Ameríku

Friday, November 03, 2006

Vikulok

Jæja, þá er loksins erfiðri vinnu og skólaviku lokið, reyndar þarf ég að vinna í fyrramálið... akkúrat núna vildi ég óska þess að ég hefði ekki boðist til að vinna á laugardagsmorgnum:( Vikan var algert hell (kannski við hæfi því Halloween var í vikunni muhahahah...) Til dæmis þá byrjaði þriðjudagurinn á því að fara til lítils stráks og þjálfa nýjan starfsmann. Strákurinn fékk klukkutíma 'tantrum' og reyndi að bíta okkur báðar. Já, voða gaman!! Brunaði svo upp í skóla þar sem ég fór í 2 miðsvetrarpróf. Fattaði svo um 7 leytið í miðju prófi að ég hafði steingleymt að gera extra kredit ritgerð sem átti að skila þá um kvöldið. Náði að blikka kennarann aðeins og hann gaf mér auka tíma fram að miðnætti til að skila. Brunaði heim og henti saman í stutta ritgerð sem ég síðan náði að skila. Ó, ég gleymdi að nefna að ég var líka veik með Kleenex fast við nefið allan daginn. Svaka stuð!!! Þannig að núna sit ég heima að vinna upp allan sjónvarpstímann sem ég missti í vikunni. "Thank good for TIVO!!!!" Og óska þess að uppvaskið sem hefur safnast upp síðan á þriðjudaginn hverfi allt í einu. Hey, vill einhver koma og búa hjá okkur til jóla og sjá um eldamennsku, uppvask og þvott???
Næstu vikur verða örugglega svipaðar því ég er að fara að bæta við mig einu barni í vinnunni, þannig að núna er ég með 4. Reyndar verð ég bara venjulegur "therapist" hjá honum þannig að ég geri bara það sem mér er sagt og þarf ekki að díla við auka pappírsvinnu og ábyrgð:)

Af Ómari er allt gott að frétta hef ég heyrt. Skólasýninginn hans er eftir eina og hálfa viku þannig að mest af hans tíma fer í að klára verk og gera allt tilbúið. Þið getið kíkt á síðuna hans ef þið viljið sjá það nýjasta. www.picturetrail.com/omarthor.

Annars verður helginni að mestu eytt í lestur og kannski smá sjónvarp ef ég verð dugleg;)

Vonandi verður helgin hjá ykkur góð

Ragna Laufey