Já, ég get ekki annað en sagt að síðast liðna vika hefur verið ein erfiðasta í vinnunni ever.... Ég er nefnilega að minnka verulega við mig tímana í vinnunni núna þegar ég er að fara að byrja í skólanum. Verð bara að vinna 8 til 10 tíma á viku í mesta lagi. Það náttúrulega þýddi það að ég þurfti að kveðja 3 af börnunum mínum. Það er það erfiðasta sem ég geri og það að þurfa að kveðja 3 í sömu vikunni var alveg hrikalegt. Kvaddi Claire littlu dúllu á miðvikudaginn. Hún er sú eina sem ég gat nokkurn veginn útskýrt fyrir að ég myndi ekki koma aftur. Hún virtist skilja það að mestu eftir að ég bjó til nokkurs konar félagsfærni sögu handa henni en hún heldur samt ennþá að ég sé að fara í sama skóla og hún:)
Erfiðast var það í dag þegar ég þurfti að kveðja hann Jonah. Ég er búin að vinna með honum nú í næstum 3 ár og hann var fyrsta barnið sem ég vann með þegar ég byrjaði í þessu. Hann meira að segja fylgdi mér þegar ég skipti um fyrirtæki fyrir 2 árum. Hann skilur örugglega ekkert afhverju ég er hætt að koma til hans. Reyndi náttúrulega að segja honum að ég myndi ekki koma aftur til hans en hann virtist meira vera fókuseraður á blöðrunni sem hann var að naga. En maður veit samt aldrei, gæti vel verið að hann skilji. Hef á tilfinningunni að hann skilji meira en við höldum. Það er svo erfitt þegar maður verður svona rosalega tengdur krökkunum.... en það er ekki hægt annað. Maður er heima hjá þeim í marga klukkutíma á dag nokkrum sinnum í viku og gengur í gegnum súrt og sætt með þeim. Sem betur fer er þessi vika búin, ég er búin að kvíða henni núna í nokkra mánuði síðan ég ákvað að ég þyrfti að minnka vinnuna.
Ætla að fara að drekkja sorgum mínum og opna rauðvínsflöskuna sem amma hans Jonah gaf mér í dag... hún lítur voðalega vel út:)
Ragna